Erlent

90 milljónir HIV-smitaðar

Meira en 80 milljónir Afríkubúa gætu dáið úr alnæmi fyrir árið 2025 ef ekki verður brugðist strax við þeim vanda sem að álfunni steðjar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út í gær. Skýrsluhöfundar segja að tíundi hver Afríkubúi, eða níutíu milljónir manna, muni ganga með HIV-veiruna árið 2025 miðað við stöðuna í dag. Þegar eru 25 milljónir manna smitaðir af veirunni í álfunni, eða tæplega hundrað sinnum fleira fólk en íslenska þjóðin telur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×