Fréttir Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52 Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53 Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52 Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53 Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53 Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52 Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53 Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53 Hálf milljón mótmælir í Beirút Um hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Beirút í gær og mótmælti afskiptum Bandaríkjamanna af Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:53 Konur kæra múslimaleiðtoga Hópur 37 innflytjendakvenna í Danmörku hefur kært bænaformanninn Raed Hleihel og trúarsamtök múslima fyrir niðrandi ummæli og hótyrði í garð kvenna. Kæran var lögð fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær. Erlent 13.10.2005 18:53 Fanginn óttaðist hefnd dóphrings "Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali. Innlent 13.10.2005 18:52 Húsnæðisverð hækkar alls staðar Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins <em>Economist </em>kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni. Erlent 13.10.2005 18:52 Leiðtogi Kosovo-Albana til Haag Forsætisráðherra Kosovo-Albana, Ramush Haradinaj, sagði af sér í gær eftir að honum var birt ákæra fyrir meinta stríðsglæpi. Í ákærunni, sem Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag gaf út, er Haradinaj sakaður um að hafa átt þátt í voðaverkum í stríði Kosovo-Albana við Serba 1998-1999. Erlent 13.10.2005 18:53 Maskhadov sagður felldur Rússneskir sérsveitarmenn hafa fellt leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsetsjeníu, Aslan Maskhadov, að því er fullyrt var í rússneskum fjölmiðlum í gær. Gráskeggjað lík sem líktist Maskhadov var sýnt á NTV-sjónvarpsstöðinni, og fulltrúi Tsjetsjena í London, Akhmed Zakajev, tjáði útvarpsstöðinni Ekho Moskvy að Maskhadov væri sennilega allur. Erlent 13.10.2005 18:53 Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 13.10.2005 18:52 Lyf gegn reykingafíkn Lyfjafyrirtæki reyna nú hvert í kapp við annað að þróa lyf sem læknað getur reykingafíkn en þau sjá mikla gróðavon í slíkum lyfjum. Erlent 13.10.2005 18:53 Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53 Ekki tengsl á milli ránanna Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar. Erlent 13.10.2005 18:53 Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:52 Hóta japanska ríkinu lögsókn Stuðningsmenn Bobby Fischer hóta japanska ríkinu lögsókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstudag. Mögulega verður höfðað mál í Bandaríkjunum. Íslenska sendinefndin ætlar að færa honum lesefni í tilefni afmælisins í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Nefnd um framkvæmd kjarasamninga Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga. Innlent 13.10.2005 18:53 Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. Erlent 13.10.2005 18:52 Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. Erlent 13.10.2005 18:52 Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. Erlent 13.10.2005 18:52 Fini dregur skýringarnar í efa Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, dregur í efa skýringar bandarískra yfirvalda um tildrög skotárásarinnar á bíl blaðakonunnar Giuliana Sgrena. Erlent 13.10.2005 18:53 140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2005 18:52 Fréttamenn RÚV gapandi hlessa Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Innlent 8.3.2005 00:01 Hunsa boð Rússa Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið. Erlent 13.10.2005 18:52 Tímamót hjá Avion-flugfélaginu Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Framkvæmdastjóri Avion segir þetta viss tímamót í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 « ‹ ›
Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52
Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53
Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52
Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53
Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53
Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52
Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53
Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53
Hálf milljón mótmælir í Beirút Um hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Beirút í gær og mótmælti afskiptum Bandaríkjamanna af Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:53
Konur kæra múslimaleiðtoga Hópur 37 innflytjendakvenna í Danmörku hefur kært bænaformanninn Raed Hleihel og trúarsamtök múslima fyrir niðrandi ummæli og hótyrði í garð kvenna. Kæran var lögð fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær. Erlent 13.10.2005 18:53
Fanginn óttaðist hefnd dóphrings "Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali. Innlent 13.10.2005 18:52
Húsnæðisverð hækkar alls staðar Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins <em>Economist </em>kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni. Erlent 13.10.2005 18:52
Leiðtogi Kosovo-Albana til Haag Forsætisráðherra Kosovo-Albana, Ramush Haradinaj, sagði af sér í gær eftir að honum var birt ákæra fyrir meinta stríðsglæpi. Í ákærunni, sem Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag gaf út, er Haradinaj sakaður um að hafa átt þátt í voðaverkum í stríði Kosovo-Albana við Serba 1998-1999. Erlent 13.10.2005 18:53
Maskhadov sagður felldur Rússneskir sérsveitarmenn hafa fellt leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsetsjeníu, Aslan Maskhadov, að því er fullyrt var í rússneskum fjölmiðlum í gær. Gráskeggjað lík sem líktist Maskhadov var sýnt á NTV-sjónvarpsstöðinni, og fulltrúi Tsjetsjena í London, Akhmed Zakajev, tjáði útvarpsstöðinni Ekho Moskvy að Maskhadov væri sennilega allur. Erlent 13.10.2005 18:53
Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 13.10.2005 18:52
Lyf gegn reykingafíkn Lyfjafyrirtæki reyna nú hvert í kapp við annað að þróa lyf sem læknað getur reykingafíkn en þau sjá mikla gróðavon í slíkum lyfjum. Erlent 13.10.2005 18:53
Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53
Ekki tengsl á milli ránanna Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar. Erlent 13.10.2005 18:53
Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:52
Hóta japanska ríkinu lögsókn Stuðningsmenn Bobby Fischer hóta japanska ríkinu lögsókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstudag. Mögulega verður höfðað mál í Bandaríkjunum. Íslenska sendinefndin ætlar að færa honum lesefni í tilefni afmælisins í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Nefnd um framkvæmd kjarasamninga Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga. Innlent 13.10.2005 18:53
Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. Erlent 13.10.2005 18:52
Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. Erlent 13.10.2005 18:52
Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. Erlent 13.10.2005 18:52
Fini dregur skýringarnar í efa Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, dregur í efa skýringar bandarískra yfirvalda um tildrög skotárásarinnar á bíl blaðakonunnar Giuliana Sgrena. Erlent 13.10.2005 18:53
140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2005 18:52
Fréttamenn RÚV gapandi hlessa Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Innlent 8.3.2005 00:01
Hunsa boð Rússa Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið. Erlent 13.10.2005 18:52
Tímamót hjá Avion-flugfélaginu Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Framkvæmdastjóri Avion segir þetta viss tímamót í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41