Fréttir

Fréttamynd

Sjávarútvegsháskóli hefur störf

Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Heildarvelta Bakkavarar tífaldast

Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tímamótasamkomulag um frítíma

Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót.

Innlent
Fréttamynd

Í samkeppni við sjálfa sig

Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa.

Innlent
Fréttamynd

Farþegum fjölgaði um 12%

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%.  

Innlent
Fréttamynd

Konur betri bílstjórar

Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Mjólkurlítrinn á 90 aura

Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Bakkavör stærst í heimi

Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjörutíu á biðlista Múlalundar

Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Lækning við slæmu þunglyndi?

Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar.

Erlent
Fréttamynd

Stígamót rekin með tapi

Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Eitt verka Munch stórskemmt

Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt.

Erlent
Fréttamynd

Konur kæra múslimaleiðtoga

Hópur 37 innflytjendakvenna í Danmörku hefur kært bænaformanninn Raed Hleihel og trúarsamtök múslima fyrir niðrandi ummæli og hótyrði í garð kvenna. Kæran var lögð fram á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra með ráðherraræði

Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar starfsreglur um eftirlit

Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólanemendur stjórna

Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vill lengja fæðingarorlof

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár.

Innlent
Fréttamynd

HÍ setur 1,6 milljarð í hús

Háskóli Íslands ætlar að reisa 8.500 fermetra byggingar fyrir 1,6 milljarða króna. Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs, segir húsin kölluð Háskólatorg eitt og tvö. Þau eigi að vera tilbúin í desember 2007. Framkvæmdir hefjist í apríl 2006.

Innlent
Fréttamynd

Fischer: Yfirvöldum verður stefnt

Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan.

Innlent
Fréttamynd

3 Frökkum sleppt frá Guantanamó

Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena

Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram.

Erlent
Fréttamynd

Gæti skaðað ímynd Íslands

Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin kaupir lítið af Múlalundi

Framkvæmdastjóri Múlalundar er ósáttur við hversu lítið Reykjavíkurborg kaupir af fyrirtækinu sem stytti biðlista á vegum borgarinnar eftir verndaðri vinnu. Hann segir að auk bættra lífsgæða megi spara tugi milljóna króna í lægri lyfjakostnaði með því að þjálfa fólk til vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð hjá Bónus og Krónunni

Mjólkurlítrinn fékkst fyrir minna en eina krónu í Bónus í dag og í Krónunni mátti sjá fólk hamstra gos fyrir fermingarveislurnar. Þá hefur sjaldan verið hagkvæmara að neyta grænmetis á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fagleg ráðning fréttastjóra

Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Höfuð vanþróaðs tvíbura fjarlægt

Ellefu mánaða egypsk stúlka, sem fyrir mánuði gekkst undir aðgerð þar sem höfuð vanþróaðs tvíburasytkins hennar var fjarlægt frá líkama hennar, er nú á batavegi. Tvíburinn gat blikkað augum og brosað en var ófær um að lifa sjálfstæðu lífi. 

Erlent
Fréttamynd

Kerfið beri ábyrgð á sjálfsmorði

Móðir ungrar konu sem svipti sig lífi í Kvennafangelsinu í Kópavogi í nóvember vill láta rannsaka hvort kerfið beri ekki einhverja ábyrgð á því hvernig fór. Dóttir hennar hafði ítrekað reynt að kalla eftir hjálp áður en hún fannst látin í klefa sínum.

Innlent