Erlent

Hálf milljón mótmælir í Beirút

Um hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Beirút í gær og mótmælti afskiptum Bandaríkjamanna af Líbanon. Hizbollah-samtökin, sem eiga mikils fylgis að fagna á meðal sjía, skipulögðu mótmælin en þau leggjast eindregið gegn brottflutningi sýrlensks herliðs frá Líbanon og afvopnun skæruliðasamtaka. Tvær fjöldahreyfingar virðast vera að myndast í Líbanon sem eru á öndverðum meiði í afstöðunni til Sýrlands Sýrlenskar hersveitir í Líbanon sýndu á sér lítið fararsnið í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×