Fréttir

Fréttamynd

Sagðir á leið yfir landamærin

Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Enn hækkar olíuverð

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær yfir 55 dollara á tunnu í fyrsta sinn á þessu ári. Ástæðurnar eru sagðar mikil eftirspurn, kalt veður og veik staða dollarans. Verðið í gær fór ansi nálægt hámarki síðasta árs þegar tunnan fór hæst í tæpa 60 dollara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögreglustjóri myrtur í Írak

Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Jackson refsað fyrir óstundvísi?

Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja.

Erlent
Fréttamynd

Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu

Reykjavíkurborg hefur hafið formlegar viðræður um kaup á lóðum innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins. Viðræðum á að ljúka í byrjun næsta árs og er ætlunin að lóðirnar fari undir íbúðarbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðsprengja í mosku

Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk.

Erlent
Fréttamynd

Skjávarpa stolið úr fyrirtæki

Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Bondevik gagnrýnir IKEA

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum.

Erlent
Fréttamynd

Harma aðför að hlutleysi RÚV

Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér.

Innlent
Fréttamynd

Heitar umræður um RÚV á þingi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri brást

Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Sverrisdóttir ber af

Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skype gríðarlega vinsælt

Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Sótti slasaðan sjómann

Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp

Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun

Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem sendiherra í haust

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini.

Innlent
Fréttamynd

Vanþóknun á fréttamönnum

"Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar.

Innlent
Fréttamynd

Þekkja ekki afleiðingar kynlífs

Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi

Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu

Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hélt að húsið væri að hrynja

Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hóta Sýrlendingum aðgerðum

Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok.

Erlent
Fréttamynd

Blair í pólitískum forarpytti

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru.

Erlent
Fréttamynd

Sjómaður missti fót við hné

Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískur stimpill er hræðilegur

„Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Tsjetsjenar berjast áfram

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn hétu því í gær að halda áfram baráttunni fyrir algerum aðskilnaði Tsjetsjníu frá Rússlandi, eftir að það fréttist í fyrradag að leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, hefði fallið eftir að rússneskir sérsveitarmenn umkringdu hann á felustað sínum í norðanverðri Tsjetsjníu.

Erlent
Fréttamynd

Feðrum gert erfitt að vera ábyrgir

Feðrum er gert erfitt um vik að vera ábyrgir foreldrar, því ekki er gengið út frá því að þeir geti sinnt foreldrahlutverkinu. Þetta segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem kynnti borgarstjóra í morgun hugmyndir um stofnun karlaathvarfs.

Innlent