Fréttir Jöfn kjörsókn í rektorskjöri Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta. Innlent 13.10.2005 18:53 27 börn dóu vegna eitrunar 27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær. Erlent 13.10.2005 18:53 Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. Erlent 13.10.2005 18:53 Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. Erlent 13.10.2005 18:53 Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. Innlent 13.10.2005 18:53 Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. Innlent 13.10.2005 18:53 Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. Erlent 13.10.2005 18:53 Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. Innlent 13.10.2005 18:53 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í nú mars hækkaði um 0,75 prósent frá fyrra mánuði og er nú 241,5 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,35 prósent á sama tíma. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2 prósent. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3 prósent en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn Fréttamenn Útvarps ræða nú að segja allir upp störfum ef ekki verður horfið frá því að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra. Þeir íhuga einnig að kæra ráðninguna. "Ástandið engu líkt," segir forstöðumaður fréttasviðs RÚV. Innlent 10.3.2005 00:01 Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. Innlent 10.3.2005 00:01 Fréttamenn íhuga að segja upp Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Innlent 10.3.2005 00:01 Margrét Sverrisdóttir ber af Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:53 Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. Erlent 13.10.2005 18:53 Sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi. Innlent 13.10.2005 18:53 Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. Erlent 13.10.2005 18:53 Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði. Innlent 13.10.2005 18:53 Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. Innlent 13.10.2005 18:53 Vanþóknun á fréttamönnum "Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar. Innlent 13.10.2005 18:53 Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. Erlent 13.10.2005 18:53 Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri. Innlent 13.10.2005 18:53 Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Innlent 13.10.2005 18:53 Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Hélt að húsið væri að hrynja Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld. Innlent 13.10.2005 18:53 Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. Erlent 13.10.2005 18:53 Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. Erlent 13.10.2005 18:53 Sjómaður missti fót við hné Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi. Innlent 13.10.2005 18:53 Pólitískur stimpill er hræðilegur „Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra. Innlent 10.3.2005 00:01 Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku 42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir. Erlent 13.10.2005 18:53 Öfgamenn komi í stað Maskhadovs Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum. Erlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Jöfn kjörsókn í rektorskjöri Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta. Innlent 13.10.2005 18:53
27 börn dóu vegna eitrunar 27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær. Erlent 13.10.2005 18:53
Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. Erlent 13.10.2005 18:53
Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. Erlent 13.10.2005 18:53
Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. Innlent 13.10.2005 18:53
Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. Innlent 13.10.2005 18:53
Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. Erlent 13.10.2005 18:53
Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. Innlent 13.10.2005 18:53
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í nú mars hækkaði um 0,75 prósent frá fyrra mánuði og er nú 241,5 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,35 prósent á sama tíma. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2 prósent. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3 prósent en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7 prósentustig. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn Fréttamenn Útvarps ræða nú að segja allir upp störfum ef ekki verður horfið frá því að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra. Þeir íhuga einnig að kæra ráðninguna. "Ástandið engu líkt," segir forstöðumaður fréttasviðs RÚV. Innlent 10.3.2005 00:01
Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. Innlent 10.3.2005 00:01
Fréttamenn íhuga að segja upp Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Innlent 10.3.2005 00:01
Margrét Sverrisdóttir ber af Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:53
Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. Erlent 13.10.2005 18:53
Sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi. Innlent 13.10.2005 18:53
Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. Erlent 13.10.2005 18:53
Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði. Innlent 13.10.2005 18:53
Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. Innlent 13.10.2005 18:53
Vanþóknun á fréttamönnum "Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar. Innlent 13.10.2005 18:53
Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. Erlent 13.10.2005 18:53
Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri. Innlent 13.10.2005 18:53
Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Innlent 13.10.2005 18:53
Skattbyrði eykst hér og í Ástralíu Ísland og Ástralía eru einu vestrænu ríkin sem hafa aukið skattbyrði undanfarin átta ár, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um tekjuskatt ríkja. Í skýrslunni kemur fram að hjá öllum vestrænum ríkjum, fyrir utan Ástralíu og Ísland, hafi álögur á skattgreiðendur minnkað á tímabilinu að meðaltali um tvö prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Hélt að húsið væri að hrynja Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld. Innlent 13.10.2005 18:53
Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. Erlent 13.10.2005 18:53
Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. Erlent 13.10.2005 18:53
Sjómaður missti fót við hné Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi. Innlent 13.10.2005 18:53
Pólitískur stimpill er hræðilegur „Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra. Innlent 10.3.2005 00:01
Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku 42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir. Erlent 13.10.2005 18:53
Öfgamenn komi í stað Maskhadovs Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum. Erlent 13.10.2005 18:53