Fréttir

Fréttamynd

Hafís nær landi á Ströndum

Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn færist nær landi

Hafísinn fyrir norðanverðu landinu færist nær og er nú m.a. kominn inn í Skagafjörð og Húnaflóa. Íbúar við ströndina taka honum ekki fagnandi.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi konum að kenna?

Konur sem klæðast flegnum toppum og stuttum pilsum geta sjálfum sér um kennt ef á þær er ráðist. Fjórði hver Dani er þessarar skoðunar.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla enn afskiptum Sýrlendinga

Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Beirút í dag til að lýsa andúð sinni á afskiptum Sýrlendinga af Líbanon. Mikið hefur verið um mótmæli í Líbanon undanfarnar vikur, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga Sýrlendinga. Þetta eru þó fjölmennustu mótmælin síðan Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur fyrir nákvæmlega mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi í Beirút

Miðborg Beirút varð enn einu sinni vettvangur fjölmennra mótmæla í gær þegar allt að 800.000 manns söfnuðust þar saman undir kjörorðunum "frelsi, sjálfstæði, fullveldi".

Erlent
Fréttamynd

Ákærandi Jacksons mætir verjendum

Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggið mest í Lúxemborg

Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Íbúð stórskemmdist í bruna

Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font />

Innlent
Fréttamynd

Löggan bíður

Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík hefur að undanförnu kannað ólöglega starfsmenn hjá verktakafyrirtækjum í samstarfi við fulltrúa Ríkislögreglustjórans auk þess sem fyrirhuguð er sams konar rannsókn úti á landi.

Innlent
Fréttamynd

Taívanar segja hótanir óþolandi

Samskipti Kína og Taívans eru enn og aftur hlaupin í harðan hnút. Stjórnvöld í Kína hóta Taívönum hernaðaraðgerðum lýsi þeir yfir sjálfsstæði en ríkisstjórn Taívans segir hótanir Kínverja óþolandi.

Erlent
Fréttamynd

Fá undanþágu til uppskiptingar

Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mega ráðast gegn Taívan

Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld íhuga að banna mótmæli

Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði.

Erlent
Fréttamynd

Hjó næstum höfuðið af manni

Fólskuleg morðárás var gerð í Lundúnum í morgun þegar karlmaður réðst á annan mann með öxi og hjó næstum af honum höfuðið. Lögregla var kölluð á vettvang í svokölluðu Swiss Cottage hverfi, sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar en þá höfðu vegfarendur þegar skorist í leikinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til.

Erlent
Fréttamynd

Semja við ríkið

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið.

Innlent
Fréttamynd

Fái ekki lengur næringu í æð

Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til.

Erlent
Fréttamynd

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að afla fjár

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins IRA, að afla fjár þar í landi. Ákvörðunin var tekin vegna grunsemda um þátttöku IRA í skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á vatnsskorti hjá milljónum

Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa flugfélagið Sterling

Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sádar vilja auka olíuframleiðslu

Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæslan sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Neita að vinna með Auðuni Georg

„Við störfum ekki með honum,“ segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur við Taívanssund

Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði.

Erlent
Fréttamynd

Börnum með átröskun fjölgar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir fíla drepnar árlega

Talið er að 6.000-12.000 afrískir fílar falli á hverju ári fyrir byssum veiðþjófa. Fílabein gengur kaupum og sölum á svarta markaðnum í Súdan og eru Kínverjar stórtækir í fílabeinskaupum.

Erlent
Fréttamynd

Lyfjakostnaður gæti verið lægri

Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Líflátnir fyrir morð og rán

Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ráðningaraðferðir úreltar

Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Erlent