Fréttir

Fréttamynd

Metfjöldi í Beirút

Miðborg Beirút varð enn einu sinni vettvangur fjölmennra mótmæla í gær þegar allt að 800.000 manns söfnuðust þar saman undir kjörorðunum "frelsi, sjálfstæði, fullveldi".

Erlent
Fréttamynd

Ákærandi Jacksons mætir verjendum

Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggið mest í Lúxemborg

Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Íbúð stórskemmdist í bruna

Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font />

Innlent
Fréttamynd

Löggan bíður

Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík hefur að undanförnu kannað ólöglega starfsmenn hjá verktakafyrirtækjum í samstarfi við fulltrúa Ríkislögreglustjórans auk þess sem fyrirhuguð er sams konar rannsókn úti á landi.

Innlent
Fréttamynd

Taívanar segja hótanir óþolandi

Samskipti Kína og Taívans eru enn og aftur hlaupin í harðan hnút. Stjórnvöld í Kína hóta Taívönum hernaðaraðgerðum lýsi þeir yfir sjálfsstæði en ríkisstjórn Taívans segir hótanir Kínverja óþolandi.

Erlent
Fréttamynd

Fá undanþágu til uppskiptingar

Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mega ráðast gegn Taívan

Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld íhuga að banna mótmæli

Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði.

Erlent
Fréttamynd

Hjó næstum höfuðið af manni

Fólskuleg morðárás var gerð í Lundúnum í morgun þegar karlmaður réðst á annan mann með öxi og hjó næstum af honum höfuðið. Lögregla var kölluð á vettvang í svokölluðu Swiss Cottage hverfi, sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar en þá höfðu vegfarendur þegar skorist í leikinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til.

Erlent
Fréttamynd

Semja við ríkið

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið.

Innlent
Fréttamynd

Fái ekki lengur næringu í æð

Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til.

Erlent
Fréttamynd

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að afla fjár

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins IRA, að afla fjár þar í landi. Ákvörðunin var tekin vegna grunsemda um þátttöku IRA í skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á vatnsskorti hjá milljónum

Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa flugfélagið Sterling

Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sádar vilja auka olíuframleiðslu

Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæslan sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Neita að vinna með Auðuni Georg

„Við störfum ekki með honum,“ segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsbreytingar valda bráðnun

Jöklar í Himalajafjallgarðinum bráðna nú á ógnarhraða sökum loftslagsbreytinga. Þessi bráðnun getur á næstu áratugum leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna.

Erlent
Fréttamynd

Ósáttir við skilmála

Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að beita Taívana hervaldi

Kínverska þjóðþingið samþykkti í gær lög sem heimila að hervaldi verði beitt reyni Taívanar að ganga lengra en orðið er í átt til formlegs sjálfstæðis. Kínverski forsetinn Hu Jintao skipaði Kínaher á sunnudag að vera undir átök búinn. Þessi valdbeitingarhótun kínverskra stjórnvalda í garð Taívana hefur kallað fram sterk viðbrögð víða um heim.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um RÚV lagt fram í dag

Mikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vorinu feykt á brott

Færeyingar hugðust fagna komu vorsins á laugardaginn var en þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur þegar versta stórhríð vetrarins gekk yfir eyjarnar.

Erlent
Fréttamynd

Herlögum mótmælt í Nepal

Hundruð mótmælenda voru handtekin í Nepal í gær í miklum óeirðum sem geisuðu um landið. Fólkið mótmælti neyðarlögunum sem Gyanendra konungur landsins setti í síðastliðnum mánuði en þau takmarka stórlega borgaraleg réttindi.

Erlent
Fréttamynd

Hafa samþykkt frumvarp um RÚV

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði frá þessu nú áðan í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Ríkisútvarpsins. Sagðist Þorgerður Katrín vona að frumvarpið yrði tekið til fyrstu umræðu á Alþingi síðar í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Domingo ánægður með tónleikana

Stórsöngvarinn Placido Domingo er ánægður með tónleikana sem fram fóru í Egilshöll í gærkvöldi. Þar tók þessi mikli söngvari lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, <em>Ég bið að heilsa</em>.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki rífa hús við Laugaveg

Vinstri - grænir í Reykjavík hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að hugmyndir um að rífa hús við Laugaveg verði endurskoðaðar. Á félagsfundi á laugardag var samþykkt ályktun þar sem kemur m.a. fram að ýmis húsanna sem standi til að rífa hafi varðveislu- og menningarsögulegt gildi.

Innlent
Fréttamynd

Börn til sölu

Munaðarleysingjahæli í Nígeríu hefur verið lokað vegna grunsemda um að þar hafi farið fram sala á börnum.

Erlent