Fréttir Krossfestir líkt og Kristur Kristnir menn víða um heim minntust þjáningar Krists í dag og píslargöngu á Föstudaginn langa. Á Filippseyjum fengu spilltir og latir lögreglumenn tækifæri til aflausnar með því að endurleika píslargönguna og ellefu menn létu krossfesta sig. Erlent 13.10.2005 18:57 Stjórvöld stjórna mannréttindum Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Innlent 13.10.2005 18:57 Hóta hryðjuverkum í Frakklandi Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði. Erlent 13.10.2005 18:57 Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57 Stórskothríð á veiðihús Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga. Innlent 13.10.2005 18:57 Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57 Fischer bjartsýnn á framtíð sína Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 18:57 Af hverju þessi áhugi á Fischer? Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Innlent 13.10.2005 18:57 Persónulegar svívirðingar Á blaðamannafundi Bobby Fischers á Hótel Loftleiðum í gær kom til snarprar umræðu milli Fischers og blaðamanns frá bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN. Átökin voru farinn að snúast upp í persónulegar svívirðingar þegar blaðamaðurinn dró sig í hlé vegna geðshræringar. Innlent 13.10.2005 18:57 Heimilislæknar lesa Passíusálmana Heimilislæknar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tilefni af Föstudeginum langa í Grafarvogskirkju í dag frá klukkan hálf tvö til sjö. Tónlistarumsjón hefur Hörður Bragason organisti, Birgir Bragason leikur á bassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Innlent 13.10.2005 18:57 Fleiri ETA-meðlimir handteknir Spænska lögreglan handtók þrjá meinta meðlimi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, í morgun. Mennirnir vorui handteknir í borginni San Sebastian og var töluvert magn vopna gert upptækt. Þetta er þriðja handtakan á aðilum sem taldir eru tengjast ETA á jafnmörgum dögum. Erlent 13.10.2005 18:57 Fannst ég frjáls þegar ég sá Sæma Bobby Fischer lýsti væntumþykju sinni til Sæmundar Pálssonar á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gærdag. Fischer sagðist fyrst hafa fundist hann vera frjáls þegar hann sá Sæmund í Kaupmannahöfn. Innlent 13.10.2005 18:57 Stjórnarandstaðan tekin við völdum Stjórnarandstaðan í Kirgistan hefur tilnefnt nýjan forseta og virðist hafa tekið við stjórnartaumunum um allt land. Stjórnarbylting var gerð í Kirgistan í gær þegar andstæðingar forsetans risu upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin. Erlent 13.10.2005 18:57 Stjórnarbylting í Kirgisistan Stjórnvöldum í Kirgisistan var steypt af stóli á fimmtudaginn og hafa nýir valdhafar tekið við stjórnartaumunum. Byltingin fór að mestu friðsamlega fram þótt nokkrar róstur hafi verið í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 18:57 Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. Innlent 13.10.2005 18:57 Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57 Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. Innlent 13.10.2005 18:57 Segist ekki hafa beitt þrýstingi Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun. Hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Innlent 13.10.2005 18:57 Tekur ekki þátt í skáklífinu Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist. Innlent 13.10.2005 18:57 Útgöngubann og hervaldi beitt Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær. Erlent 13.10.2005 18:57 Lögreglufréttir Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Innlent 13.10.2005 18:57 Fundust heil á húfi Laust eftir klukkan 17.00 í dag voru björgunarsveitir á Hellissandi og Ólafsvík kallaðar út vegna neyðarkalls sem borist hafði úr farsíma við sunnanverðan Snæfellsjökul. Ferðamenn höfðu villst sunnanmegin í Snæfellsjökli en fólkið fannst eftir rúmlega klukkutíma leit. Það var heilt á húfi en nokkuð kalt. Innlent 13.10.2005 18:57 Skemmdir á skála eftir skothríð Tilkynnt var um skemmdir á skála við Djúpavatn, m.a. eftir skothríð, í gær. Höfðu 20 rúður verið brotnar í skálanum auk salernis sem er í úthýsi. Þá höfðu tvær hurðir og tvö salerni verið brotin. Innlent 13.10.2005 18:57 Fuglaflensan herjar enn Tala þeirra sem látist hafa úr fuglaflensu í Víetnam hækkar enn. Í dag var tilkynnt að 17 ára gömul stúlka hafi látist af völdum veirunnar í fyrradag og hafa þá 35 íbúar landsins látist af þeim sökum. Erlent 13.10.2005 18:57 Liggur banaleguna Rainier III fursti í Mónakó liggur nú á sóttarsæng á sjúkrahúsi í furstadæmi sínu og er vart hugað líf. Í gærkvöldi var hann í öndunarvél og voru læknar fámálir um batahorfur hans. Erlent 13.10.2005 18:57 Aldrei fór ég suður lengd Rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ hefst fyrr en áætlað var vegna meiri þátttöku tónlistarmanna en áætlað hafði verið. „Þegar farið var að raða niður hljómsveitum kom í ljós að okkur hafði ekki tekist að skera niður eins mikið og við ætluðum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í samtali við fréttavef Bæjarins besta. Innlent 13.10.2005 18:57 Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Innlent 13.10.2005 18:57 Skíðasvæði lokuð vegna veðurs Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott. Innlent 13.10.2005 15:33 Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði. Innlent 13.10.2005 15:32 Friðargæsla SÞ fær yfirhalningu Lagt er til að friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóðanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar í nýrri skýrslu sem birt var í dag. Í henni er farið fram á að þeim friðargæsluliðum sem framið hafi kynferðisbrot gagnvart þurfandi fólki á hættusvæðum víða í heiminum verði refsað, laun þeirra verði lækkuð og komið á fót sjóði til að aðstoða þær konur og stúlkur sem þeir hafi barnað. Erlent 13.10.2005 15:33 « ‹ ›
Krossfestir líkt og Kristur Kristnir menn víða um heim minntust þjáningar Krists í dag og píslargöngu á Föstudaginn langa. Á Filippseyjum fengu spilltir og latir lögreglumenn tækifæri til aflausnar með því að endurleika píslargönguna og ellefu menn létu krossfesta sig. Erlent 13.10.2005 18:57
Stjórvöld stjórna mannréttindum Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Innlent 13.10.2005 18:57
Hóta hryðjuverkum í Frakklandi Bréf þar sem hótað er hryðjuverkum hafa borist Jacques Chirac, forseta Frakklands, og innanríkisráðuneyti landsins. Að sögn franskra yfirvalda vou bréfin send í gær og er þar farið fram á peningagreiðslu; að öðrum kosti muni eitthvað miður ánægjulegt eiga sér stað í maímánuði. Erlent 13.10.2005 18:57
Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57
Stórskothríð á veiðihús Þrír menn um tvítugt úr Grindavík brutu tuttugu rúður í veiðiskála og salerni sem stendur í útihýsi við Djúpavatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga. Innlent 13.10.2005 18:57
Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57
Fischer bjartsýnn á framtíð sína Bobby Fischer segist bjartsýnn á framtíð sína á Íslandi, þótt hann sé lítið farinn að skipuleggja hana. Hann segist engan áhuga hafa á venjulegri skák lengur. Fischer kom víða við á blaðamannafundi í dag. Innlent 13.10.2005 18:57
Af hverju þessi áhugi á Fischer? Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Innlent 13.10.2005 18:57
Persónulegar svívirðingar Á blaðamannafundi Bobby Fischers á Hótel Loftleiðum í gær kom til snarprar umræðu milli Fischers og blaðamanns frá bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN. Átökin voru farinn að snúast upp í persónulegar svívirðingar þegar blaðamaðurinn dró sig í hlé vegna geðshræringar. Innlent 13.10.2005 18:57
Heimilislæknar lesa Passíusálmana Heimilislæknar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tilefni af Föstudeginum langa í Grafarvogskirkju í dag frá klukkan hálf tvö til sjö. Tónlistarumsjón hefur Hörður Bragason organisti, Birgir Bragason leikur á bassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Innlent 13.10.2005 18:57
Fleiri ETA-meðlimir handteknir Spænska lögreglan handtók þrjá meinta meðlimi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, í morgun. Mennirnir vorui handteknir í borginni San Sebastian og var töluvert magn vopna gert upptækt. Þetta er þriðja handtakan á aðilum sem taldir eru tengjast ETA á jafnmörgum dögum. Erlent 13.10.2005 18:57
Fannst ég frjáls þegar ég sá Sæma Bobby Fischer lýsti væntumþykju sinni til Sæmundar Pálssonar á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gærdag. Fischer sagðist fyrst hafa fundist hann vera frjáls þegar hann sá Sæmund í Kaupmannahöfn. Innlent 13.10.2005 18:57
Stjórnarandstaðan tekin við völdum Stjórnarandstaðan í Kirgistan hefur tilnefnt nýjan forseta og virðist hafa tekið við stjórnartaumunum um allt land. Stjórnarbylting var gerð í Kirgistan í gær þegar andstæðingar forsetans risu upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin. Erlent 13.10.2005 18:57
Stjórnarbylting í Kirgisistan Stjórnvöldum í Kirgisistan var steypt af stóli á fimmtudaginn og hafa nýir valdhafar tekið við stjórnartaumunum. Byltingin fór að mestu friðsamlega fram þótt nokkrar róstur hafi verið í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 18:57
Niðurstöður í haust "Erfitt er að segja til um hvenær rannsókn lýkur en við erum aðeins byrjaðir að sjá fyrir endann og niðurstöður gætu legið fyrir með haustinu," segir Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, um rannsóknina á olíumálinu svokallaða. Innlent 13.10.2005 18:57
Stýrði ekki atburðarásinni Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarásinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Innlent 13.10.2005 18:57
Segja Stöð 2 hafa rænt Fischer Stuðningnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðvar 2 við komu Bobby Fischers. Þeir telja hann hafa reynt að stýra atburðarrásinni og nánast rænt Bobby Fischer um stundarsakir. Innlent 13.10.2005 18:57
Segist ekki hafa beitt þrýstingi Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun. Hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Innlent 13.10.2005 18:57
Tekur ekki þátt í skáklífinu Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist. Innlent 13.10.2005 18:57
Útgöngubann og hervaldi beitt Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær. Erlent 13.10.2005 18:57
Lögreglufréttir Tíu ökumenn voru teknir á of miklum hraða á Vesturlandsvegi við Borgarnes á fimmtudag. Voru ökumennirnir á 110 til 125 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi sagði ökumenn hafa verið rólegri í gær en umferð heldur mikla. Innlent 13.10.2005 18:57
Fundust heil á húfi Laust eftir klukkan 17.00 í dag voru björgunarsveitir á Hellissandi og Ólafsvík kallaðar út vegna neyðarkalls sem borist hafði úr farsíma við sunnanverðan Snæfellsjökul. Ferðamenn höfðu villst sunnanmegin í Snæfellsjökli en fólkið fannst eftir rúmlega klukkutíma leit. Það var heilt á húfi en nokkuð kalt. Innlent 13.10.2005 18:57
Skemmdir á skála eftir skothríð Tilkynnt var um skemmdir á skála við Djúpavatn, m.a. eftir skothríð, í gær. Höfðu 20 rúður verið brotnar í skálanum auk salernis sem er í úthýsi. Þá höfðu tvær hurðir og tvö salerni verið brotin. Innlent 13.10.2005 18:57
Fuglaflensan herjar enn Tala þeirra sem látist hafa úr fuglaflensu í Víetnam hækkar enn. Í dag var tilkynnt að 17 ára gömul stúlka hafi látist af völdum veirunnar í fyrradag og hafa þá 35 íbúar landsins látist af þeim sökum. Erlent 13.10.2005 18:57
Liggur banaleguna Rainier III fursti í Mónakó liggur nú á sóttarsæng á sjúkrahúsi í furstadæmi sínu og er vart hugað líf. Í gærkvöldi var hann í öndunarvél og voru læknar fámálir um batahorfur hans. Erlent 13.10.2005 18:57
Aldrei fór ég suður lengd Rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ hefst fyrr en áætlað var vegna meiri þátttöku tónlistarmanna en áætlað hafði verið. „Þegar farið var að raða niður hljómsveitum kom í ljós að okkur hafði ekki tekist að skera niður eins mikið og við ætluðum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í samtali við fréttavef Bæjarins besta. Innlent 13.10.2005 18:57
Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Innlent 13.10.2005 18:57
Skíðasvæði lokuð vegna veðurs Skíðasvæðin í kringum höfuðborgarsvæðið voru lokuð vegna veðurs í dag. Önnur helstu skíðasvæði voru hins vegar opin þótt skíðafæri hefði verið misgott. Innlent 13.10.2005 15:33
Greiðfært um helstu þjóðvegi Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði. Innlent 13.10.2005 15:32
Friðargæsla SÞ fær yfirhalningu Lagt er til að friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóðanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar í nýrri skýrslu sem birt var í dag. Í henni er farið fram á að þeim friðargæsluliðum sem framið hafi kynferðisbrot gagnvart þurfandi fólki á hættusvæðum víða í heiminum verði refsað, laun þeirra verði lækkuð og komið á fót sjóði til að aðstoða þær konur og stúlkur sem þeir hafi barnað. Erlent 13.10.2005 15:33