Innlent

Persónulegar svívirðingar

Á blaðamannafundi Bobby Fischers á Hótel Loftleiðum í gær kom til snarprar umræðu milli Fischers og blaðamanns frá bandarísku íþróttafréttastöðinni ESPN. Átökin voru farinn að snúast upp í persónulegar svívirðingar þegar blaðamaðurinn dró sig í hlé vegna geðshræringar. Tildrögin eru þau að blaðamaðurinn sem er gyðingur og heitir Jeremy Schaap er sonur Dick Schaap. Fischer sagði að Dick þessi hafi nálgast sig sem föðurlegur vinur en síðan úthúðað sig í ummælum í fjölmiðlum. Fischer gekk svo langt á blaðamannafundinum að kalla hann gyðinga nöðru. Þögn sló á salinn þegar Jeremy sagði að framkoma Fischers væri ekki til þess fallinn að afsanna það sem faðir hans hafði sagt um hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×