Segist ekki hafa beitt þrýstingi 25. mars 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira