Fréttir Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 13.10.2005 19:10 Lést eftir aðsvif undir stýri Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 13.10.2005 19:10 58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.10.2005 19:10 Tekinn á 160 Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Innlent 13.10.2005 19:10 Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 13.10.2005 19:10 Nýtt hús vígt í haust Hornsteinn var lagður að nýrri byggingu Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn í gær. Fyrsta skóflustungan var tekin í haust og hafa framkvæmdir gengið vel. Innlent 13.10.2005 19:10 Fyrningarfrumvarp klauf nefnd Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarpsins svonefnda í gær og mun skila tveimur álitsgerðum. Jónína Bjartmarz studdi álit meiri hlutans með fyrirvara. Ágúst Ólafur Ágústsson segist ætla að berjast áfram. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:10 Japanir hyggjast kæra Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Erlent 13.10.2005 19:10 Landverndarmenn sáttir Á aðalfundi Landverndar nýverið var fjallað nokkuð um ferðamálaáætlun samgönguráðherra til næstu 10 ára. Lýsti fundurinn yfir mikilli ánægju með áætlunina. Sérstaklega var tekið fram að mikil ánægja ríkir með áherslur á náttúru Íslands, menningu þjóðarinnar og að stefnt skuli að umhverfisvænni ferðaþjónustu. Innlent 13.10.2005 19:10 Hreyfing á máli Arons Pálma Hreyfing virðist vera komin á tilraunir til að fá Aron Pálma Ágústsson lausan úr bandarísku fangelsi en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dreng þegar hann var sjálfur ellefu ára. Aron afplánaði sjö ár af dómnum í rammgerðu fangelsi en situr nú í stofufangelsi í Texas. Innlent 13.10.2005 19:10 Gölluð vegrið kosta mannslíf Vegrið við Breiðholtsbraut, þar sem ung stúlka lést í bílslysi í gær, er gallað og of stutt að mati framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar umferðarslysa. Nefndin telur vegrið almennt of stutt hérlendis og sendi Vegagerðinni nýlega athugasemd þess efnis í kjölfar banaslyss í Eyjafirði fyrir sex vikum. Innlent 13.10.2005 19:10 Dreginn úr brennandi bíl Ökumaður lést eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar hann ók um Breiðholtsbraut í Víðidal í gærmorgun. Þrír ungir vegfarendur sáu bílinn aka út af veginum og fóru að athuga með ökumanninn. Hann var meðvitundarlaus þegar þeir komu að. Innlent 13.10.2005 19:10 Hljómsveitargryfjan of lítil Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. Erlent 13.10.2005 19:10 Kosningar í október Ákveðið hefur verið að gengið verði til kosninga um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð þann áttunda október næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:10 Samkeppni um byggingu Háskólatorgs Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007. Innlent 13.10.2005 19:10 Hans Markús áfrýjar Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur kært úrskurð úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar til áfrýjunarnefndar. Innlent 13.10.2005 19:10 Málaferli hjá Mandela Friðarfrömuðurinn Nelson Mandela hefur nú sagt þeim stríð á hendur sem misnota nafn hans í ágóðaskyni. Hann hefur ráðið hóp lögmanna til að gæta hagsmuna sinna. Erlent 13.10.2005 19:10 Vilja segja þingmönnum upp Unnið er að stofnun þverpólitískra samtaka til varnar Vestfjörðum og hvetur frumkvöðullinn að stofnun þeirra til þess að kjörnum fulltrúum Vestfjarða verði sagt upp störfum. Innlent 13.10.2005 19:10 Kviknaði í bílnum eftir veltu Bíll fór út af á Breiðholtsbraut við Víðidal fyrir stundu. Við veltuna kviknaði í bílnum. Lögreglan er á staðnum en samkvæmt upplýsingum frá henni var einn maður meðvitundarlaus eftir slysið. Innlent 13.10.2005 19:10 Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:10 Ekki eigin siðareglur <em>Blaðið</em>, nýtt dagblað sem kom í fyrsta sinn út í dag, setur sér ekki sínar eigin siðareglur heldur styðst við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Von er á sérreglum DV um siðamál á morgun. Innlent 13.10.2005 19:10 Hornsteinn lagður í Reykjanesbæ Í dag verður lagður hornsteinn að byggingu íþróttaakademíu í Reykjanesbæ sem mun hefja starfsemi næsta haust. Í íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, auk námskeiða og fjarnáms. Innlent 13.10.2005 19:10 Vill efla sálfræðiþjónustu Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bregðast við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna. Í upphafi þingfundar í gær sagðist hann taka undir áhyggjur þingmanna, en þeir höfðu meðal annars lýst stórfelldri notkun þessara lyfja hér á landi sem ískyggilegri og óhugnanlegri. Innlent 13.10.2005 19:10 82 þúsund komu í hvalaskoðun Tæplega 82 þúsund ferðamenn komu hingað til lands í fyrra gagngert til að skoða hvali. Þetta kom fram á tíu ára afmælisfundi hvalaskoðunarsamtaka Íslands í morgun. Innlent 13.10.2005 19:10 Fresturinn hefst við 18 ára aldur Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis leggur til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum hefjist við átján ára aldur en ekki fjórtán ára aldur eins og nú er. Nefndin afgreiddi frumvarpið í dag og klofnaði nefndin í afstöðu sinni. Innlent 13.10.2005 19:10 Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum. Erlent 13.10.2005 19:10 Loka heimsstyrjaldarinnar minnst Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur boðað til sérstakrar samkirkjulegrar minningar- og bænastundar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. maí til að minnast loka Síðari heimsstyrjaldarinnar. Innlent 13.10.2005 19:10 6,4 milljarðar horfnir Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna, sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10 Stúlkan sem lést Stúlkan sem lést í umferðarslysinu á Breiðholtsbraut í fyrradag hét Lovísa Rut Bjargmundsdóttir og var hún búsett að Hraunbæ 84 í Reykjavík. Hún var fædd árið 1985. </font /> Innlent 13.10.2005 19:10 Þingmenn sýndu rauða spjaldið Um fjögur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í gær til að sýna samstöðu gegn ofbeldi. Þetta var gert á táknrænan hátt þegar allir viðstaddir lyftu rauða spjaldinu á loft og þögðu í þrjár mínútur því til áherslu. Innlent 13.10.2005 19:10 « ‹ ›
Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 13.10.2005 19:10
Lést eftir aðsvif undir stýri Karlmaður á sjötugsaldri fékk aðsvif undir stýri á Breiðholtsbraut í morgun, missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Innlent 13.10.2005 19:10
58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 13.10.2005 19:10
Tekinn á 160 Bifhjólamaður gerði tilraun til að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann þar sem hann ók á 118 kílómetra hraða eftir Reykjanesbrautinni. Ók hann á meira en 160 kílometra hraða þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Innlent 13.10.2005 19:10
Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 13.10.2005 19:10
Nýtt hús vígt í haust Hornsteinn var lagður að nýrri byggingu Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn í gær. Fyrsta skóflustungan var tekin í haust og hafa framkvæmdir gengið vel. Innlent 13.10.2005 19:10
Fyrningarfrumvarp klauf nefnd Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til fyrningarfrumvarpsins svonefnda í gær og mun skila tveimur álitsgerðum. Jónína Bjartmarz studdi álit meiri hlutans með fyrirvara. Ágúst Ólafur Ágústsson segist ætla að berjast áfram. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:10
Japanir hyggjast kæra Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Erlent 13.10.2005 19:10
Landverndarmenn sáttir Á aðalfundi Landverndar nýverið var fjallað nokkuð um ferðamálaáætlun samgönguráðherra til næstu 10 ára. Lýsti fundurinn yfir mikilli ánægju með áætlunina. Sérstaklega var tekið fram að mikil ánægja ríkir með áherslur á náttúru Íslands, menningu þjóðarinnar og að stefnt skuli að umhverfisvænni ferðaþjónustu. Innlent 13.10.2005 19:10
Hreyfing á máli Arons Pálma Hreyfing virðist vera komin á tilraunir til að fá Aron Pálma Ágústsson lausan úr bandarísku fangelsi en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dreng þegar hann var sjálfur ellefu ára. Aron afplánaði sjö ár af dómnum í rammgerðu fangelsi en situr nú í stofufangelsi í Texas. Innlent 13.10.2005 19:10
Gölluð vegrið kosta mannslíf Vegrið við Breiðholtsbraut, þar sem ung stúlka lést í bílslysi í gær, er gallað og of stutt að mati framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar umferðarslysa. Nefndin telur vegrið almennt of stutt hérlendis og sendi Vegagerðinni nýlega athugasemd þess efnis í kjölfar banaslyss í Eyjafirði fyrir sex vikum. Innlent 13.10.2005 19:10
Dreginn úr brennandi bíl Ökumaður lést eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar hann ók um Breiðholtsbraut í Víðidal í gærmorgun. Þrír ungir vegfarendur sáu bílinn aka út af veginum og fóru að athuga með ökumanninn. Hann var meðvitundarlaus þegar þeir komu að. Innlent 13.10.2005 19:10
Hljómsveitargryfjan of lítil Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. Erlent 13.10.2005 19:10
Kosningar í október Ákveðið hefur verið að gengið verði til kosninga um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð þann áttunda október næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:10
Samkeppni um byggingu Háskólatorgs Fimm fyrirtæki hafa verið valin til að keppa um hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður torgið tekið í notkun í árslok 2007. Innlent 13.10.2005 19:10
Hans Markús áfrýjar Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur kært úrskurð úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar til áfrýjunarnefndar. Innlent 13.10.2005 19:10
Málaferli hjá Mandela Friðarfrömuðurinn Nelson Mandela hefur nú sagt þeim stríð á hendur sem misnota nafn hans í ágóðaskyni. Hann hefur ráðið hóp lögmanna til að gæta hagsmuna sinna. Erlent 13.10.2005 19:10
Vilja segja þingmönnum upp Unnið er að stofnun þverpólitískra samtaka til varnar Vestfjörðum og hvetur frumkvöðullinn að stofnun þeirra til þess að kjörnum fulltrúum Vestfjarða verði sagt upp störfum. Innlent 13.10.2005 19:10
Kviknaði í bílnum eftir veltu Bíll fór út af á Breiðholtsbraut við Víðidal fyrir stundu. Við veltuna kviknaði í bílnum. Lögreglan er á staðnum en samkvæmt upplýsingum frá henni var einn maður meðvitundarlaus eftir slysið. Innlent 13.10.2005 19:10
Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 13.10.2005 19:10
Ekki eigin siðareglur <em>Blaðið</em>, nýtt dagblað sem kom í fyrsta sinn út í dag, setur sér ekki sínar eigin siðareglur heldur styðst við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Von er á sérreglum DV um siðamál á morgun. Innlent 13.10.2005 19:10
Hornsteinn lagður í Reykjanesbæ Í dag verður lagður hornsteinn að byggingu íþróttaakademíu í Reykjanesbæ sem mun hefja starfsemi næsta haust. Í íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, auk námskeiða og fjarnáms. Innlent 13.10.2005 19:10
Vill efla sálfræðiþjónustu Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bregðast við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna. Í upphafi þingfundar í gær sagðist hann taka undir áhyggjur þingmanna, en þeir höfðu meðal annars lýst stórfelldri notkun þessara lyfja hér á landi sem ískyggilegri og óhugnanlegri. Innlent 13.10.2005 19:10
82 þúsund komu í hvalaskoðun Tæplega 82 þúsund ferðamenn komu hingað til lands í fyrra gagngert til að skoða hvali. Þetta kom fram á tíu ára afmælisfundi hvalaskoðunarsamtaka Íslands í morgun. Innlent 13.10.2005 19:10
Fresturinn hefst við 18 ára aldur Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis leggur til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum hefjist við átján ára aldur en ekki fjórtán ára aldur eins og nú er. Nefndin afgreiddi frumvarpið í dag og klofnaði nefndin í afstöðu sinni. Innlent 13.10.2005 19:10
Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum. Erlent 13.10.2005 19:10
Loka heimsstyrjaldarinnar minnst Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur boðað til sérstakrar samkirkjulegrar minningar- og bænastundar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. maí til að minnast loka Síðari heimsstyrjaldarinnar. Innlent 13.10.2005 19:10
6,4 milljarðar horfnir Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna, sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak. Erlent 13.10.2005 19:10
Stúlkan sem lést Stúlkan sem lést í umferðarslysinu á Breiðholtsbraut í fyrradag hét Lovísa Rut Bjargmundsdóttir og var hún búsett að Hraunbæ 84 í Reykjavík. Hún var fædd árið 1985. </font /> Innlent 13.10.2005 19:10
Þingmenn sýndu rauða spjaldið Um fjögur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í gær til að sýna samstöðu gegn ofbeldi. Þetta var gert á táknrænan hátt þegar allir viðstaddir lyftu rauða spjaldinu á loft og þögðu í þrjár mínútur því til áherslu. Innlent 13.10.2005 19:10