Innlent

Hreyfing á máli Arons Pálma

Hreyfing virðist vera komin á tilraunir til að fá Aron Pálma Ágústsson lausan úr bandarísku fangelsi en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dreng þegar hann var sjálfur ellefu ára. Aron afplánaði sjö ár af dómnum í rammgerðu fangelsi en situr nú í stofufangelsi í Texas. Ríkislögreglustjóraembættið hefur látið Aron staðfesta skriflega að hann vilji láta senda sig til Íslands og sé reiðubúinn að afplána síðustu tvö ár refsivistar sinnar í íslensku fangelsi. Þetta kom fram í „Reykjavík síðdegis“ í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×