Innlent

Hans Markús áfrýjar

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur kært úrskurð úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar til áfrýjunarnefndar. Hann deilir við sóknarnefnd og nokkra starfsmenn sóknarinnar en frestur til áfrýjunar rann út í gær. Ólga hefur verið í Garðasókn undanfarin misseri af ýmsum ástæðum og fyrr á árinu kærði Hans Markús sóknarnefndarmenn, djákna og prest til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Hans hefði sjálfur gerst brotlegur og lagði til að hann yrði fluttur í starfi. Þessari niðurstöðu áfrýjar sóknarpresturinn nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×