Innlent

Landverndarmenn sáttir

Á aðalfundi Landverndar nýverið var fjallað nokkuð um ferðamálaáætlun samgönguráðherra til næstu 10 ára. Lýsti fundurinn yfir mikilli ánægju með áætlunina. Sérstaklega var tekið fram að mikil ánægja ríkir með áherslur á náttúru Íslands, menningu þjóðarinnar og að stefnt skuli að umhverfisvænni ferðaþjónustu. Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar segir áætlunina undirstrika að mikil verðmæti búi í náttúru landsins fyrir ferðaþjónustuna og mikilvægi þess að ganga vel um þessi verðmæti. Álag geti orðið svo mikið á vissum stöðum að það þurfi að bregðast við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×