Fréttir

Berjast um varaformannsstólinn
Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Samfylkingarinnar. Ljóst er því að kosið verður um varaformann á landsfundi Samfylkingarinnar á laugardag en auk Lúðvíks hefur Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið sig fram til embættisins.

Dómsuppkvaðningu enn frestað
Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur.
Ástand jafnréttismála samt slæmt
Þótt Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd sem best hefur gengið að tryggja jafnrétti kynjanna er ástandið þó ekkert til að hrópa húrra fyrir, að mati framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði
Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“.

Landbúnaðarstofnun á Suðurlandi?
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að vilji sé til þess innan þingsins að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Reykir í Ölfusi og Selfoss koma helst til greina.

Fjárfestar vilja almenning með
Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði.
Faðerni fæst ekki sannað
Hæstiréttur hafnaði kröfu manns um að gerð verði lífsýnirannsókn á látnum manni til að fá úr því skorið hvort sá sé lífræðilegur faðir mannsins.

Ný lög um öryggismál
Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett.
Newsweek sæti ábyrgð
Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka.
Gengið gegn hryðjuverkum
Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag.
Umferðartafir við Miklubraut
Frá og með deginum í dag verður hægt að aka Laugaveginn endilangan frá gatnamótum Suðurlandsbrautar og alla leið að Bankastræti. Fleiri framkvæmdir setja mark sitt á borgina þar sem í gær var hafist handa við þrengingu Miklubrautar. Af þessum völdum er aðeins ein akrein Miklubrautar í hvora átt opin fyrir umferð og verður svo út mánuðinn.

Vill fleiri íslenskar sendinefndir
Forseti Kína vill fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir, en þeir áttu fund í Peking nú fyrir hádegi. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Kína.

Skuggaleg skuldaauking borgarinnar
"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar.
Svíar íhuguðu innrás í Noreg
Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð.

Khodorkovskí-dóms beðið enn
Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag.

Ávarpaði leiðtogafund Evrópuráðs
Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi. Í máli utanríkisráðherra kom fram að eining Evrópu væri háð lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grunnvallarreglum réttarríkisins. Hér hefði Evrópuráðið einstöku hlutverki að gegna.
Fóru naktar að heimili forsetans
Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt.
Samið um umframmjólk
Mjólkursamlagið Mjólka ehf. sem stofnað var í síðasta mánuði hefur náð samningum við tíu kúabændur sem munu selja því mjólk sem þeir framleiða umfram kvóta en Mjólka setur sína fyrstu vöru á markað í næsta mánuði.

Verst ásökunum þingnefndar
Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl.

Vill reisa álver á Norðurlandi
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar.

Boða hertar innflytjendareglur
Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins.
Ákærður fyrir skopmyndateikningu
Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra.
Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð
Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu.

Manndrápið snerist um heiður
Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst.

Réttað yfir Kulayev
Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust.
Stjórnin segist hafa haldið velli
Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið.

Fjórir féllu í morgun
Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða.

Mannrán vekur upp ótta
Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak.

Senda Pútín langt nef
Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós".

Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki
Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess.