Innlent

Þátttaka fatlaðra á vinnumarkaði

Þjónusta við fjölskyldur fatlaðra barna um landið og þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði verður meðal þess sem tekið verður til umræðu á málþingi útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands á morgun. Yfirskrift málþingsins er „Fögur orð og framkvæmd“. Á málþinginu munu nemendur kynna lokaverkefni sín og er um að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem nemendur hafa tekið að sér að vinna fyrir væntanlegan starfsvettvang. Allir eru velkomnir á málþingið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×