Fréttir Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. Innlent 13.10.2005 19:13 Mannskætt bílslys á Nýja-Sjálandi Átta manns létust og einn slasaðist alvarlega þegar sendibifreið með alls níu ferðamenn og vörubíll skullu saman á Nýja-Sjálandi í morgun. Ökumaður vörubílsins slasaðist þó ekki og var hann færður á lögreglustöðina þar sem hann var yfirheyrður. Mikil rigning var þegar slysið varð og því hált og segir lögreglan það hafa orsakað slysið. Þetta er alvarlegasta bílslys á Nýja-Sjálandi síðan árið 1995. Erlent 13.10.2005 19:13 Flugi til San Francisco seinkað Tveggja tíma seinkun verður á fyrsta flugi Flugleiða til San Francisco sem fara átti í loftið klukkan 16.40. Ástæðan er sú að breytingar á innréttingum vélarinnar sem gerðar voru á Írlandi tóku lengir tíma en áætlað var. Haft er ofan af fyrir farþegum með lúðrasveitarleik, kórsöng Flugfreyjukórsins og fleirum. Meðal farþega eru forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, en þau munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. Innlent 13.10.2005 19:13 Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:13 Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 19:13 ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. Innlent 13.10.2005 19:13 Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:13 Sagður franskur götutónlistarmaður Pólskur látbragðsleikari segir að dularfulli píanóleikarinn, sem skaut upp kollinum í Bretlandi fyrir mánuði, sé götutónlistarmaður frá Suður-Frakklandi. Erlent 13.10.2005 19:13 Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Innlent 13.10.2005 19:13 Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. Innlent 13.10.2005 19:13 Zarqawi hafi viljað fleiri árásir Bandaríska herstjórnin í Írak segir að hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi hafi fyrirskipað aukningu á bílasprengjuárásum á fundi sem haldinn var í Sýrlandi. Erlent 13.10.2005 19:13 Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. Erlent 13.10.2005 19:13 Al-Zarqawi kyndir undir ófriðarbál Uppreisnarmenn skutu undirhershöfðingja í íraska innanríkisráðuneytinu til bana í gær. Hátt settir bandarískir erindrekar í landinu segja að ofbeldisalda undanfarinna vikna sé hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi að kenna. Erlent 13.10.2005 19:13 Eignatengslum breytt vegna tilboðs Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. Erlent 13.10.2005 19:13 Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 19:13 Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. Innlent 13.10.2005 19:13 Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. Innlent 13.10.2005 19:13 Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 19:13 Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. Erlent 13.10.2005 19:13 Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. Innlent 13.10.2005 19:13 Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. Erlent 13.10.2005 19:13 Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. Erlent 13.10.2005 19:13 Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:13 Mannrán vekur upp ótta Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak. Erlent 13.10.2005 19:13 Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". Erlent 13.10.2005 19:13 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Innlent 13.10.2005 19:13 Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Innlent 13.10.2005 19:13 Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. Innlent 13.10.2005 19:13 Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. Erlent 13.10.2005 19:13 « ‹ ›
Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. Innlent 13.10.2005 19:13
Mannskætt bílslys á Nýja-Sjálandi Átta manns létust og einn slasaðist alvarlega þegar sendibifreið með alls níu ferðamenn og vörubíll skullu saman á Nýja-Sjálandi í morgun. Ökumaður vörubílsins slasaðist þó ekki og var hann færður á lögreglustöðina þar sem hann var yfirheyrður. Mikil rigning var þegar slysið varð og því hált og segir lögreglan það hafa orsakað slysið. Þetta er alvarlegasta bílslys á Nýja-Sjálandi síðan árið 1995. Erlent 13.10.2005 19:13
Flugi til San Francisco seinkað Tveggja tíma seinkun verður á fyrsta flugi Flugleiða til San Francisco sem fara átti í loftið klukkan 16.40. Ástæðan er sú að breytingar á innréttingum vélarinnar sem gerðar voru á Írlandi tóku lengir tíma en áætlað var. Haft er ofan af fyrir farþegum með lúðrasveitarleik, kórsöng Flugfreyjukórsins og fleirum. Meðal farþega eru forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, en þau munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. Innlent 13.10.2005 19:13
Kolmunnaafli yfir 100 þúsund tonn Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni fór yfir hundrað þúsund tonnin í fyrradag þegar Hólmaborg SU landaði tæpum tvö þúsund tonnum á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:13
Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 19:13
ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. Innlent 13.10.2005 19:13
Þyngdin látin ráða niðurstöðu "Málið er að því leyti óvenjulegt hvaða eiginleikar umsækjandans um ættleiðingaleyfi, eru látnir ráða niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. Það er fyrst og fremst þyngdin," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um mál konunnar sem fékk ekki að ættleiða barn vegna ofþyngdar hennar, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 19:13
Sagður franskur götutónlistarmaður Pólskur látbragðsleikari segir að dularfulli píanóleikarinn, sem skaut upp kollinum í Bretlandi fyrir mánuði, sé götutónlistarmaður frá Suður-Frakklandi. Erlent 13.10.2005 19:13
Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Innlent 13.10.2005 19:13
Erlendum körlum fjölgar eystra Íbúum Austurlands fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og er það meiri fjölgun en í nokkrum öðrum landshluta, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Næst mest fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3 af hundraði. Innlent 13.10.2005 19:13
Zarqawi hafi viljað fleiri árásir Bandaríska herstjórnin í Írak segir að hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi hafi fyrirskipað aukningu á bílasprengjuárásum á fundi sem haldinn var í Sýrlandi. Erlent 13.10.2005 19:13
Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. Erlent 13.10.2005 19:13
Al-Zarqawi kyndir undir ófriðarbál Uppreisnarmenn skutu undirhershöfðingja í íraska innanríkisráðuneytinu til bana í gær. Hátt settir bandarískir erindrekar í landinu segja að ofbeldisalda undanfarinna vikna sé hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi að kenna. Erlent 13.10.2005 19:13
Eignatengslum breytt vegna tilboðs Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. Erlent 13.10.2005 19:13
Æ fleiri börn í öryggisbúnaði Á hverju ári slasast 35 til 40 börn 6 ára og yngri sem farþegar í bílum. Í nýrri könnun Landsbjargar, Lýðheilsustöðvar og Umferðarstofu á öryggisbúnaði leikskólabarna í bílum kemur í ljós að ástandið hefur batnað til muna undanfarinn áratug. Árið 1997 voru 32 prósent barna ekki með neinn öryggisbúnað í bílnum þegar þeim var ekið í leikskólann en í ár var þetta hlutfall 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 19:13
Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. Innlent 13.10.2005 19:13
Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. Innlent 13.10.2005 19:13
Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. Erlent 13.10.2005 19:13
Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. Erlent 13.10.2005 19:13
Manndrápið snerist um heiður Manndrápið í Kópavogi á sunnudagskvöld snerist um heiður, samkvæmt frásögn manns sem reyndi að koma hinum látna til bjargar. Hann segir að fórnarlambið hafi ekki ávarpað hinn meinta morðingja með tilhlýðilegri virðingu og hann því reiðst. Innlent 13.10.2005 19:13
Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. Erlent 13.10.2005 19:13
Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. Erlent 13.10.2005 19:13
Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:13
Mannrán vekur upp ótta Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak. Erlent 13.10.2005 19:13
Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". Erlent 13.10.2005 19:13
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð ekki Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Innlent 13.10.2005 19:13
Ástæðan brot á siðvenjum Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Innlent 13.10.2005 19:13
Árekstur við Hringbraut Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust þegar bifhjólið og bifreið rákust saman á Hringbraut klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. Innlent 13.10.2005 19:13
Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. Erlent 13.10.2005 19:13