Fréttir

Fréttamynd

Notkun gefðlyfja eykst enn

Kostnaður Tryggingastofnunar vegna tauga- og geðlyfja jókst um 212 milljónir á síðasta ári og um 357 milljónir frá árinu 2002, en það er alls 23 prósenta hækkun á tveimur árum. Lyfjaútgjöldin jukust alls um 8,1 prósent eða um 481 milljón á síðasta ári meðan notkunin jókst um 5,5 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar tjaldbúðir settar upp

Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Uppruni Kínaflensu óljós

Alþjóða heilbrigðisstofunin fylgist nú grannt með framvindu mála vegna hins dularfulla sjúkdóms sem herjað hefur á bændur í Kína að undanförnu. Alls hafa 24 manns látist vegna sjúkdómsins og yfir 80 veikst þar af 17 lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Einn sprengjumanna sagður í haldi

Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur látnir lausir

Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríska þjóðin efast

Meirihluti Bandarísku þjóðarinnar efast um að bandamönnum takist að vinna stríðið í Írak, samkvæmt Gallup könnun sem birt var í dag. Þá telur meirihlutinn að ríkisstjórn Georges Bush hafi gefið rangar upplýsingar til þess að afla fylgis við innrás.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn setja skilyrði

Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarnavopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún telur Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum er fjarlægð og samskipti við Bandaríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur yfirgefa tjaldstæðið

Frestur, sem fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði gaf mótmælendum við Kárahnjúka til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar, rann út klukkan tólf og lögreglulið er á leið á svæðið til að ganga úr skugga um að því verði framfylgt.

Innlent
Fréttamynd

Franskir barnaníðingar

Franskur dómstóll sakfelldi í gær 62 einstaklinga fyrir þátttöku þeirra í hring þar sem börn voru með kerfisbundnum hætti misnotuð, þeim nauðgað og sett í vændi. Málið er það stærsta af þessu tagi sem hefur komið upp í Frakklandi. Tveir sakborninganna voru dæmdir í 28 ára fangelsi. 

Erlent
Fréttamynd

Aukin löggæsla um helgina

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða.

Innlent
Fréttamynd

Sjómaðurinn útskrifaður

Sjómaðurinn af skemmtiferðaskipinu Saga Rose, sem skarst illa í átökum um borð í skipinu i fyrrinótt og þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á Landsspítalann, hefur verið útskrifaður.

Innlent
Fréttamynd

Handtökur í Bretlandi

Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Aukning lyfjaútgjalda hjá TR

Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar námu tæplega 6,5 milljörðum króna á síðasta ári. Útgjöldin jukust um 8,1% milli ára sem fyrst og fremst má rekja til aukinnar lyfjanotkunar, að því er fram kemur í nýrri kostnaðargreiningu vegna lyfjaútgjalda sem lyfjadeild TR hefur tekið saman. Lyfjanotkun jókst um 5,5% milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningur æfður

Yfir fimm þúsund liðsmenn öryggissveita frá Ísrael hafa nú hafið æfingar á brottflutningi landtökufólks af Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast í næstu viku. Búist er við að fimmtíu þúsund hermenn taki þátt í að koma um níu þúsund manns af vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Jeppi valt á Miklubraut

Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

15 milljarða aukning tekjuskatts

Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljörðum króna í 145 milljarða milli ára. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum skýrast af mikilli grósku í þjóðlífinu. Laun hafi hækkað og þar með aukist tekjur ríkisins vegna tekjuskatts.

Innlent
Fréttamynd

Afsláttarfargjöld á háu verði

Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir Svíar reknir út af hóteli

Fjórum sænskum ríkisborgurum var kastað út af hóteli í Árósum í Danmörku vegna gruns um hryðjuverk. Mennirnir segjast hafa komið til borgarinnar til að sjá stjörnurnar í knattspyrnuliðinu Barcelona leika við heimamenn.

Erlent
Fréttamynd

Handtökur í Birmingham

Maðurinn var handtekinn í Birmingham eldsnemma í morgun. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard að hann kunni að vera einn fjórmenninganna sem ákaft hefur verið leitað vegna árásarinnar á London í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Bílvelta í Vopnafirði

Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Vopnafirði síðdegis í gær og fór nokkrar veltur. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél og lagður inn á Landsspítalann, en er ekki lífshættulega slasaður. Þrjár unglingsstúlkur, sem voru með honum í bílnum sluppu með skrámur.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska þjóðin bjartsýn

Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Undur og stórmerki á Ítalíu

Þúsundir manna komu saman í kirkju heilags Péturs í Acerra í suðurhluta Ítalíu um helgina. Ástæðan er að stytta af Maríu mey er sögð hafa hreyfst frammi fyrir augum kirkjugesta. Fréttin fór sem eldur um sinu um landið og segjast sífellt fleiri hafa séð styttuna hreyfast.

Erlent
Fréttamynd

Fækka hermönnum næsta vor

Forsætisráðherra Íraks vill að Bandaríkjamenn hefji fljótlega brottfluttning herafla síns frá Írak. Æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna segir raunhæft að byrja að fækka hermönnum næsta vor. Ibrahim Al-Jafaari, forsætisráðherra Íraks fundaði með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Baghdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bílstjórar ekki sammála

Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra eru vafasamar og stuðla síður en svo að jafnrétti. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir ríkið ekki græða á nýja olíugjaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Geimskotið ekki áfallalaust

Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur ósáttir

Frestur sem mótmælendur fengu hjá Prestsetrasjóði til að rýma tjaldsvæðið í landi Valþjófsstaðar á Kárahnjúkasvæðinu rann út á hádegi. Tiltækt lögreglulið á svæðinu fékk liðsauka níu sérsveitarmanna sem voru sendir austur af ríkislögreglustjóra í gærkvöld. Ekki voru þó nein átök á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Byggð eykst enn í Kópavogi

Hafist verður handa við byggingu fyrstu fjölbýlishúsanna við Lund í Kópavogi innan nokkurra vikna. Skammt frá munu tvö önnur hverfi rísa á næstu árum, það er á Kópavogstúni og bryggjuhverfi við Fossvoginn.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo kærir

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent Sýslumanninum á Seyðisfirði ákæru vegna eignaspjalla af völdum mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarerindrekar myrtir í Írak

Al Kaída samtökin í Írak segjast hafa myrt tvo alsírska stjórnarerindreka, sem rænt var fyrir nokkrum dögum. Fullyrðing um þetta var birt á vefsíðu samtakanna, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mæling Hvannadalshnjúks bíður

Í öllum kennslubókum og alfræðiritum stendur skrifað að Hvannadalshnjúkur sé hæsti tindur Íslands, 2119 metrar. Það er óumdeilt að hann er hæstur tinda, en ekki eru allir vissir um að hæðin sé rétt mæld. Nú á að skera úr um það með nákvæmustu mælitækjum sem til eru. Ekki tókst þó að hefja verkið í dag eins og til stóð.

Innlent