Erlent

Stjórnarerindrekar myrtir í Írak

Al Kaída samtökin í Írak segjast hafa myrt tvo alsírska stjórnarerindreka, sem rænt var fyrir nokkrum dögum. Fullyrðing um þetta var birt á vefsíðu samtakanna, í dag. Al Kaída hafa lagt sig eftir að ráðast á og myrða erlenda stjórnarerindreka, til þess að reyna að hræða ríkisstjórnir frá því að eiga stjórnmálasamband við bráðabirgðastjórnina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×