Fréttir

Fréttamynd

Magnús skattakóngur í Eyjum

Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan leitaði báts

Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með lóðaúthlutun

Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Greiðir 123 milljónir í skatt

Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

London: Allir fjórir handteknir

Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Áherslubreytingar hjá RÚV

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Munch-rán: Látinn laus

Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaakstrinum lokið

Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni.

Innlent
Fréttamynd

Tveir handteknir í umsátrinu

Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Losaralegt ráðningarferli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal."

Innlent
Fréttamynd

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum.

Innlent
Fréttamynd

Páll skipaður útvarpsstjóri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki slys né óhöpp

"Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Páll næsti útvarpsstjóri RÚV

Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Innlent
Fréttamynd

9 milljarðar í lottópottinum

Margur verður af aurum api segir málshátturinn. Sá sem vinnur stóra vinninginn í Evrópulottóinu í kvöld verður þá væntanlega górilla því að nærri níu milljarðar eru í pottinum.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan sektar með posum

Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í lest á Indlandi

Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Londonárásir: Einn til handtekinn

Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Læstirðu dyrunum?

Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann.

Innlent
Fréttamynd

Gæsla á kostnað réttinda fanga

Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Biður Karadzic að gefa sig fram

Yfirmaður friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Bosníu fagnaði því í gær að eiginkona Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi, hefði opinberlega skorað á mann sinn að gefa sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan gerir allt sem hún getur

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan muni gera allt til þess að umferðin geti gengið snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir að atvinnubílstjórar ætli að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lenti á væng Discovery

Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Erlent
Fréttamynd

Víðtækustu aðgerðir í sögu London

Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Götum borgarinnar lokað í hádeginu

Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið."

Innlent
Fréttamynd

Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga

Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Mælingum á Hvannadalshnúk lokið

Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Síminn seldur á tæpa 67 milljarða

Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lóan komin og farin

Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með hundrað grömm

Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi.

Innlent