Fréttir

Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar áfram

Í júlí voru að meðaltali 3.135 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 2 prósenta atvinnuleysi. Það er 0,1 prósentustigi lægra hlutfall en í fyrri mánuði en atvinnuleysi dregst jafnan saman milli júní og júlí. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3 prósent og hefur atvinnuleysi því dregist saman um 1 prósentustig milli ára sem er töluverð breyting.

Innlent
Fréttamynd

Baugsákærur ekki enn birtar

Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku.

Innlent
Fréttamynd

Úthlutun standist ekki ákvæði

Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði.

Innlent
Fréttamynd

Hótar að vísa mótmælendum úr landi

Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla.

Innlent
Fréttamynd

Á leið til Ísafjarðar með fiskibát

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á hægri siglingu inn Djúpið á leið til Ísafjarðar með hraðfiskibátinn Eyjólf Ólafsson GK í togi eftir að hafa dregið hann á flot úr fjörunni í Aðalvík.

Innlent
Fréttamynd

Mikil loftmengun í Malasíu

Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert styðji innflutningsbann

Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu.

Innlent
Fréttamynd

Abu Qatada meðal hinna handteknu

Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við <em>Reuters</em>-fréttastofuna.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki umsóknir samkynhneigðra

Óttast er að erlend ríki hætti að senda munaðarlaus börn hingað til lands fái samkynhneigðir rétt til ættleiðinga. Ekkert þeirra fimm ríkja sem Íslendingar ættleiða frá leyfa slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaráðherra Dana í heimsókn

Hans Christian Schmidt, matvælaráðherra Danmerkur, er nú staddur í vinnuferð hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann á fund með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í dag auk þess sem hann mun heimsækja sjávarútvegs- og sölufyrirtæki á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Var bjargað kátum en köldum

Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp.

Innlent
Fréttamynd

Fresta aftur för könnunarfars

Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga málsókn vegna byggðakvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins kröfur en ekki hótanir

Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum.

Erlent
Fréttamynd

Mannskætt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg.

Erlent
Fréttamynd

Blöskrar meðferð á landi

Umhverfisverndarsinnum blöskrar meðferð aðstandenda kvikmyndarinnar <em>Flags of Our Fathers</em> á landsvæðinu í Sandvík þar sem tökur fara nú fram. Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti meðal annars sjá sviðinn gróður eftir eldvörpur á mjög stóru svæði.

Innlent
Fréttamynd

Sagðir ógnun við öryggi landsins

Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir.

Erlent
Fréttamynd

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Líst ekki á stöðuna

"Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum."

Innlent
Fréttamynd

Fluttur slasaður til Reykjavíkur

Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um byggðakvóta

"Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Tímenningum verður vísað úr landi

Tíu útlendingar sem sagðir eru ógna öryggi breska ríkisins voru í morgun handteknir í Bretlandi. Þeim verður vísað úr landi en mannréttindasamtök fordæma það.

Erlent
Fréttamynd

Enn á gjörgæsludeild eftir slys

Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á R-listaframboð

Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur.

Innlent
Fréttamynd

Ófyrirséð vandamál við borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var og hafa ófyrirséð vandamál verið meiri en reiknað var með.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni

ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu

Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum.

Innlent
Fréttamynd

250 lán veitt til listaverkakaupa

Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Felldu uppreisnarmenn í Kólumbíu

Um 30 uppreisnarmenn létust þegar kólumbískar hersveitir gerðu loftárás á herbúðir þeirra í norðvesturhluta landsins í gær. Mennirnir tilheyrðu samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna sem stjórnvöld hafa barist við í meira en fjóra áratugi. Um þrjú þúsund manns láta lífið á ári hverju í átökum uppreisnarmanna og lögreglu í Kólumbíu, aðallega óbreyttir borgarar.

Erlent
Fréttamynd

Gripnir með fíkniefni í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Innlent