Langþráður leikur Bryndísar Örnu Eftir að hafa misst af EM í sumar vegna meiðsla lék Bryndís Arna Níelsdóttir langþráðar mínútur í dag með Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 30.8.2025 13:02
Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Trent Alexander-Arnold er á meðal þeirra sem ekki urðu fyrir valinu í nýjasta landsliðshópi Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðins í fótbolta. 29.8.2025 17:00
„Stundum hata ég leikmenn mína“ Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. 29.8.2025 13:39
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29.8.2025 12:30
Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. 28.8.2025 15:40
„Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28.8.2025 14:26
Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Það verða 36 lið í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun, í beinni útsendingu á Vísi, og Íslandsmeistarar Breiðabliks ætla sér að vera í þeim hópi. Þá mega þeir ekki tapa í San Marínó í kvöld. 28.8.2025 12:03
EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27.8.2025 15:16
Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir átti sinn þátt í því að Svíþjóðarmeistarar Rosengård ynnu 5-0 sigur gegn Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. 27.8.2025 14:29
Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks unnu 3-1 sigur á Írlandsmeisturum Athlone Town í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Breiðablik mætir annað hvort Twente eða Rauðu stjörnunni á laugardaginn í úrslitaleik um hvort liðið kemst í umspil um sæti í Meistaradeildinni. 27.8.2025 13:45