Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grjótkrabbi sló í gegn á Akra­nesi

Grjótkrabbabollur, andaregg, hvítlaukssalt, túlipanar, sápur, broddur, pylsur, hakk og skyr eru vörur sem slá alltaf í gegn á matarmörkuðum þar sem bændur og búalið kynna sína framleiðslu sína fyrir neytendum.

Verður Rang­ár­valla­sýsla eitt og sama sveitar­fé­lagið?

Svo gæti farið að sveitarfélögin þrjú í Rangárvallasýslu, þar að segja, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur sameinist í eitt sveitarfélag en sveitarstjórnirnar hafa fundað um sameiningu sveitarfélaganna. Yrði það raunin verður til um fjögur þúsund og fimm hundruð manna sveitarfélaga og þriðja landstærsta sveitarfélag landsins.

Góður smalahundur er toppurinn á til­verunni

Það er fátt sem toppar það að eiga góðan smalahund segja þeir sauðfjárbændur, sem fóru með hundana sína á smalahundanámskeið hjá norskum smalahundaþjálfara á Hellu.

Vill meiri og betri lög­gæslu í Mýr­dals­hreppi

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru.

Ný og glæsi­leg skólaþyrping byggð á Hellu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund.

Inn­flutningur er ekki bændum um að kenna

Mikill innflutningur á matvælum til landsins er ekki íslenskum bændum að kenna segir formaður ungra bænda og vísar þar til stjórnvalda, sem verði að sýna vilja í verki.

Byggt og byggt á Akra­nesi

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Akranesi eins og nú en þar er verið að byggja og framkvæma fyrir fleiri, fleiri milljarða á árinu. Þá fjölgar íbúum stöðugt á staðnum og eru í dag orðnir átta þúsund og þrjú hundruð.

Mala kaffi í Kópa­vogi og senda um allt land

Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt.

Alls­konar byssur til sýnis á Stokks­eyri um helgina

Það verður mikið um að vera á Stokkseyri um helgina því þar verður Veiðisafnið með byssusýningu um leið og því verður fagnað að nú eru tuttugu ár frá því að safnið hóf starfsemi sína á staðnum.

Sjá meira