Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. 20.4.2025 21:26
„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. 18.4.2025 22:01
Stígvél og tækniframfarir Forstjóri RARIK segir að fyrirtækið sé að upplifa mestu tækniframfarir frá því að stígvélin voru fundin upp með gervigreindinni, sem nýtist vel við stýringu á kerfum fyrirtækisins og þjónustu við viðskiptavini. Hjá RARIK starfa um 220 manns á 19 starfsstöðvum út um allt land. 18.4.2025 20:37
Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. 17.4.2025 20:54
Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. 16.4.2025 20:04
Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Stefnt er að stækkun Samöngusafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum enda safnið búið að sprengja allt húsnæðið utan af sér. Safnið á fjölmarga gamla bíla og tæki, sem ekki er hægt að sýna vegna plássleysis. 15.4.2025 20:05
Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. 13.4.2025 14:04
Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. 12.4.2025 21:03
Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. 12.4.2025 14:07
Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn. 9.4.2025 21:03