Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Barn­eignir og sauð­fjár­rækt á sviðinu í Aratungu

Það gengur mikið á í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar eru barneignir og sauðfjárrækt í aðalhlutverki, sem leiðir til hvers konar misskilnings eins og vera ber í góðum gamanleik, sem leikdeildin í sveitinni er að setja upp.

Glæsi­leg Regnbogahátíð í Vík alla helgina

Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi.

Ford vöru­bíll ár­gerð 1930 gefinn Byggða­safni Ár­nesinga

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí.

Kyn­greint nautasæði kemur vel út

Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið.

Prestur og pró­fastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni

Prestur og prófastur á Suðurlandi ræður sér vart yfir spenningi að bíða eftir því að Hrútaskráin komi út enda segir hann að skráin sé eitt af helgiritum heimilisins áður en fengitíminn hefst. Sjálfur er klerkurinn með um 100 fjár.

Allt niður í þriggja mánaða fiðlu­leikara

Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér.

Um 200 nem­endur eru í lögreglunámi á Akur­eyri

Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi.

Elli­líf­eyris­þegar sá hópur sem hafi það einna best

Um 24 þúsund manns eru nú á örorkubótum á Íslandi og þar af eru um 40% konur 60 ára og eldri. Nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi var til umræðu á fundi Samfylkingarinnar í dag og einnig fór fram flokksstjórnarfundur á Hellu.

„Gervi­greind er líka fyrir heimilið“

„Gervigreindin er framtíðin og nútíðin og skemmtilegt verkfæri sem er virkilega gaman að nota og á erindi við alla,“ segir tölvukennari sem fer víða þessar vikurnar með fyrirlestra um gervigreind.

Sjá meira