Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Afar mjótt á munum hjá for­seta­fram­bjóð­endum í Pól­landi

Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum.

Tvö­faldar tolla á inn­flutt stál og ál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Bandaríkin muni tvöfalda tolla á innflutt stál og ál, úr 25 prósent í 50 prósent. Breytingin tekur gildi næsta miðvikudag. Trump greindi frá þessu á baráttufundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu.

Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri

Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða.

Ómetan­legt að koma skila­boðum sinnar kyn­slóðar á fram­færi á svo stórum við­burði

Fimm íslensk ungmenni eru aðalhlutverki í myndbandi sem var sýnt í Osaka í Japan í dag áður en Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flutti ræðu á Heimssýningunni sem þar fer nú fram. Í myndbandinu deila ungmennin sýn sinni á frið, jafnrétti, sjálfbærni og framtíð samfélagsins, með áherslu á að rödd ungs fólks skipti máli í alþjóðlegri umræðu.

Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks

Baltasar var greindur með glútenóþol þegar hann var í leikskóla. Hann fékk ávallt mat við hæfi í leikskóla en allt frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu 2021 hefur það verið erfið vegferð fyrir hann og fjölskylduna að fá mat í skólanum sem hentar honum. Þegar Baltasar fær mat sem inniheldur glúten verður hann veikur.

Dró vélar­vana fiski­bát að landi nærri Grinda­vík

Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík.

Stað­festa byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit

Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.

„Vest­firska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð

Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á.

Af­nema lengri opnunar­tíma í á­kveðnum leik­skólum borgarinnar

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. 

Sjá meira