Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. 14.1.2026 15:11
Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Árið í fyrra var það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga og undanfarin ellefu ár eru þau ellefu hlýjustu sem um getur. Meðalhitinn í fyrra slagaði hátt í neðri mörk Parísarsamkomulagsins. 14.1.2026 14:10
Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. 14.1.2026 13:08
Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. 14.1.2026 10:44
LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Engin af þeim þremur stjörnum LIV-mótaraðarinnar í golfi sem stendur tímabundið til boða að snúa aftur á PGA-mótaröðina ætla að taka boðinu. Brooks Koepka, margfaldur risamótsmeistari, fékk inngöngu á PGA-röðina á dögunum. 14.1.2026 10:22
Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að hætta að taka tillit til dauðsfalla og áhrifa á heilsu fólks þegar hún semur reglur um loftmengun. Aðeins verður litið til þess hvað það kostar fyrirtæki að fylgja reglunum. 14.1.2026 09:16
Faðir Dilberts allur Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans. 13.1.2026 15:55
Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka snýr aftur á PGA-mótaröðina strax í lok þessa mánaðar eftir að hann samþykkti að gera yfirbót fyrir brotthvarf sitt til LIV-mótaraðarinnar. Undanþága sem er sérsniðin að stærstu stjörnum LIV stendur þeim tímabundið til boða. 13.1.2026 15:00
Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar. 13.1.2026 11:52
Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. 13.1.2026 08:35