Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan skrifar fréttir fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr

Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí.

Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma

Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma.

Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu

Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu.

Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi

Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun.

Assange neitað um lausn gegn tryggingu

Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni.

Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins

Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust.

Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi

Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.