Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20.5.2025 14:24
Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. 20.5.2025 09:06
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20.5.2025 07:31
Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. 19.5.2025 15:12
Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. 19.5.2025 11:48
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. 19.5.2025 10:28
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19.5.2025 08:46
Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk, eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu, tilkynnti í dag að það hefði rekið forstjóra sinn í skugga vaxandi samkeppni. Í tíð forstjórans hefur hagnaður fyrirtækisins nærri þrefaldast þökk sé þyngdarstjórnunar- og sykursýkislyfja þess. 16.5.2025 14:40
Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Virkja þarf tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar til þess að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi um 150 sjómílur austnorðaustur af landinu. Ekki er búist við að þyrla komist að skipinu fyrr en um hálf fimm í dag. 16.5.2025 13:56
Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. 16.5.2025 12:32