Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sýknaður af öllum á­kærum vegna „blóðuga sunnu­dagsins“

Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna.

Telur neyt­endur hafa unnið pyr­rosar­sigur í vaxta­málinu

Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á.

Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári

Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi.

Stöðug­leiki norð­lægrar hring­rásar skamm­góður vermir fyrir Ís­land

Ísland gæti orðið fyrir miklum áhrifum af veikingu lykilhringrásar í hafinu af völdum hnattrænnar hlýnunar jafnvel þó að nyrsti hluti hennar héldist stöðugur líkt og ný rannsókn gefur vísbendingar um. Misvísandi fréttir hafa verið sagðar af niðurstöðum rannsóknar og þýðingu hennar á undanförnum dögum.

Rann­saka já­kvæð á­hrif co­vid-bólu­efnis á krabba­meins­sjúklinga

Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli.

Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans.

Þúsundir fé­laga í Eflingu segjast líða skort

Fjárhagsstaða félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu er mun lakari en félaga í öðrum stéttarfélögum og þúsundir þeirra segjast líða verulegan skort. Efling segir að tveir af hverjum fimm félagsmönnum sínum lifi við fátækt.

Sjá meira