Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Sannur Finni“ fær hæli í Rúss­landi

Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu.

Hvetur ESB til að svara refsiað­gerðunum Banda­ríkjanna fullum hálsi

Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla.

Jordan lagði NASCAR

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila.

Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni

Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins.

Sósíal­istar líta til harðstjórnarríkja sem fyrir­mynda

Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar.

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Flogin frá Icelandair til Nova

Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair.

Sjá meira