Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. 1.12.2025 14:22
Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr. 1.12.2025 12:28
Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. 1.12.2025 11:20
Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. 1.12.2025 07:00
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28.11.2025 15:28
Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, verður falið að undirbúa starfsemi spítalans í nýbyggingum sem verið er að reisa við Hringbraut. Auglýsa á stöðu framkvæmdastjóra lækninga til umsóknar á næstunni. 28.11.2025 14:34
Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Grímuklæddir og óauðkenndir útsendarar innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna stöðvuðu Elaine Miles, bandaríska leikkonu, og neituðu að viðurkenna persónuskírteini frumbyggjaættbálks hennar. Dæmi eru um að frumbyggjar hafi verið handteknir í herferð Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. 28.11.2025 09:01
Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. 27.11.2025 15:23
Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Á annan tug starfsmanna Vélfags á Akureyri sem eftir voru var sagt upp störfum í morgun. Stjórnarformaður þess segir félagið ekki gjaldþrota en það sé óstarfhæft vegna þess að reikningar þess séu frystir í þvingunaraðgerðum sem beinast að Rússum. 27.11.2025 13:41
Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki. 27.11.2025 09:02