Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði. 21.10.2025 11:04
Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins. 21.10.2025 10:01
Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins. 21.10.2025 09:12
Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. 20.10.2025 15:38
Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt. 20.10.2025 13:56
Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Þröng skilgreining á því hvað telst innlent efni þýðir að frumvarp ráðherra menningarmála um menningarframlag streymisveitna mun hafa andstæð áhrif þeim sem því er ætlað, að mati fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Frumvarpið skekki þannig enn samkeppnisumhverfi fjölmiðla. 20.10.2025 09:40
Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. 17.10.2025 15:38
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. 17.10.2025 15:07
Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. 17.10.2025 11:48
Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti. 17.10.2025 09:10