Jóhann Óli Eiðsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Grundvallarprinsipp almennt meðhöndluð af léttúð

Auðvelt er að heimfæra háttsemi umhverfisráðherra undir brot á siðareglum ráðherra og þingmanna, segir formaður Gagnsæis. Kæmi slíkt mál upp í nágrannalöndum okkar þýddi það líklega afsögn.

Ólíklegt að fjallskiladómur hafi mikil áhrif

Ólíklegt er að niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands, þess efnis að eigandi fjárlausrar jarðar án upprekstrarréttar þurfi ekki að greiða fjallskilagjöld, komi til með að hafa mikil áhrif á fjallskil sveitarfélaga landsins.

Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls

Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu.

Útilokar ekki að snúa aftur

Fráfarandi formaður Neytendasamtakanna telur rétt að kjósa á ný. Fjárhagur Neytendasamtakanna hefur verið í mínus undanfarin ár. Fráfarandi formaður segir að aðgerðir hans hafi miðað að því marki að rétta úr kútnum.

Ráku um 50 grindhvali ítrekað burt frá landi

Um fimmtíu grindhvalir stefndu að landi á Snæfellsnesi í gær. Í tvígang þurfti björgunarsveitarfólk að skella sér í gallana til að koma hvölunum á haf út á ný. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem grindhvalir sækja á svæðið.

Sjá meira