Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni

Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki.

Her­toga­ynjan fær reis­upassann vegna tölvu­pósts til Ep­stein

Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega.

Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn

Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla.

Banda­ríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrir­ætlanir Ís­raels­stjórnar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu.

Ís­land ekki ó­hult ef til á­taka kemur í Evrópu

Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri.

Sjá meira