fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þörf á endur­skoðun meðferðarheimila fyrir börn

Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar.

Dóms­málaráðherra verði að segja satt og rétt frá

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar.

Starfs­menn með­ferðar­heimilis: Fíkni­efni, öryggisbrestir og ó­virkt eftir­lit

Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns.

Gögnin frá ríkis­lög­reglu­stjóra komin á borð ráð­herra

Ríkislögreglustjóri afhenti dómsmálaráðuneytinu umbeðin gögn vegna Intra- málsins svokallaða um miðnætti að sögn ráðherra. Hún segist ætla að vinna málið hratt og vel og skynji vel þungan í umræðunni. Staða ríkislögreglustjóra sé alvarleg.

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Eldur í blokk við Ljósheima

Eldur var laus í íbúð við Ljósheima í Reykjavík. Slökkvilið var kallað út 19 mínútur yfir 12 í dag og er enn vinna á vettvangi. Samkvæmt uplýsingum frá vakthafandi varðstjóra, Steinþóri Darra Þorsteinssyni, er ekki vitað til þess að neinn hafi slasast. 

Hætt við að vextir hækki

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð.

„Ég tel ekki til­efni til að í­huga stöðu mína“

Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.  Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína.

Sjá meira