Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Rui Vitória, þjálfari Sverris Inga Ingasonar og félaga í gríska liðinu Panathinaikos, hefur verið rekinn eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu. 15.9.2025 22:15
Bellingham batnaði hraðar en búist var við Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. 15.9.2025 21:46
Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í útileik gegn Como í kvöld en var tekinn af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, sá sem kom inn á fyrir hann skoraði síðan jöfnunarmarkið og leikurinn endaði 1-1. 15.9.2025 20:52
Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Kolbeinn Þórðarson og félagar í Göteborg sóttu mikilvæg þrjú stig með 2-1 sigri á útivelli gegn BK Hacken í 23. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Göteborg hélt leikinn út manni fleiri eftir að leikmaður BK Hacken fékk rautt spjald fyrir að sparka í klof andstæðingsins. 15.9.2025 19:20
Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Meiðslahrjáði franski miðvörðurinn Samuel Umtiti hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna á hilluna aðeins 31 árs gamall. 15.9.2025 17:45
Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. 11.9.2025 14:00
Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Brotist var inn í Kaplakrika, íþróttahús FH í Hafnarfirði. Rúða var brotin til að komast inn á skrifstofu knattspyrnudeildar og peningaskápur spenntur upp, sem geymdi þó lítil verðmæti að sögn félagsins. 11.9.2025 12:54
Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Chelsea stendur nú frammi fyrir 74 ákærum frá enska knattspyrnusambandinu, fyrir brot á fjármálareglum í eigendatíð Romans Abramovich. 11.9.2025 11:01
Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Annað af tveimur fórnarlömbum Raúl Asencio, leikmanns Real Madrid sem er ákærður fyrir kynferðisbrot, hefur fyrirgefið honum eftir að hann gekkst við brotinu og dregið ákæruna til baka. 11.9.2025 10:30
Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur West Ham lét hinn fertuga Lukasz Fabianski fara í sumar þegar samningur hans rann út eftir sjö ár hjá félaginu, en hefur nú í neyð kallað á krafta markmannsins aftur. 11.9.2025 08:59