
Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.