Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. október 2024 10:23 Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með sannfærandi sigri á Sögu í 5. umferð. Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hélt áfram á fimmtudagskvöld með tveimur leikjum þar sem Rafík sigraði Sögu 2-0 og Þór afgreiddi Kano, einnig 2-0. Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór. Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti
Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti
Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti