Umfjöllun: Enn einn sigurinn hjá KR KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla. Í kvöld styrktu þeir stöðu sína á toppnum með sanngjörnum 3-0 sigri á Grindvíkingum Suður með sjó. KR-ingar eru því með 20 stig í efsta sæti á meðan Grindvíkingar eru í tíunda sæti með sjö stig. Íslenski boltinn 26. júní 2011 14:47
Umfjöllun: Fylkismenn nýttu ekki færin Fylkir tapaði dýrmætum stigum í dag ef liðið ætlar að halda sér í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. Árbæingar máttu sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að hafa farið illa með fjölmörg góð færi í leiknum. Íslenski boltinn 26. júní 2011 14:42
Tryggvi: Verðskulduð þrjú stig Tryggvi Guðmundsson var ánægður með stigin þrjú sem ÍBV fékk í kvöld fyrir 2-1 sigur á Stjörnunni á heimavelli. Fótbolti 24. júní 2011 22:46
Daníel: Trúi þessu ekki Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var hundsvekktur með að hafa tapað leiknum gegn ÍBV í kvöld á ódýru víti sem tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld. Fótbolti 24. júní 2011 22:40
Andri: Alls ekki orðinn góður af meiðslunum Andri Ólafsson skoraði sigurmark ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Hann var þá nýkominn inn á sem varamaður en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Íslenski boltinn 24. júní 2011 22:33
Umfjöllun: ÍBV vann á umdeildu víti Andri Ólafsson reyndist hetja sinna manna í ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins tíu mínútur. Hann skoraði sigurmark ÍBV úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV. Íslenski boltinn 24. júní 2011 14:07
Lærisveinar Guðjóns flengdu Íslandsmeistara Breiðabliks BÍ/Bolungarvík gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló Íslandsmeistara Breiðabliks úr Valitor-bikarnum. Lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Íslenski boltinn 23. júní 2011 21:45
Umfjöllun: Bikarhefnd KR-inga í Frostaskjólinu KR-ingar hefndu í kvöld fyrir ófarirnar í bikarnum á síðustu leiktíð gegn FH með sigri, 2-0, á Fimleikfélaginu í 16-liða úrslitum Valitor-bikarkeppni karla, en leikið var í Frostaskjólinu. Íslenski boltinn 23. júní 2011 15:02
Gunnar Þór á skýrslu í kvöld Gunnar Þór Gunnarsson verður á skýrslu hjá KR þegar að liðið mætir FH í 16-liða úrslitum Valitors-bikarsins í kvöld. Hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, rétt eins og Björn Jónsson og Egill Jónsson sem báðir eru á góðum batavegi. Íslenski boltinn 23. júní 2011 14:45
Matthías handarbrotinn og frá í tvær vikur Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, verður frá næstu vikurnar þar sem hann handarbrotnaði í leik ÍBV og Vals í bikarnum fyrr í vikunni. Íslenski boltinn 23. júní 2011 14:30
Haraldur: Fylgjumst vel með leiknum á morgun Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, á von á erfiðum leik í fjórðungsúrslitum Valitors-bikarkeppni karla, hvort sem andstæðingurinn verður KR eða FH. Íslenski boltinn 22. júní 2011 14:15
Grindavík fær Þór í heimsókn Þó svo að enn séu tveir leikir eftir í 16-liða úrslitum Valtors-bikarkeppni karla var í dag dregið í fjórðungsúrslit keppninnar. Íslenski boltinn 22. júní 2011 12:30
Ragnar: Getum spilað fótbolta Ragnar Gíslason nýr þjálfari botnliðs HK í 1. deildinni í fótbolta var að mörgu leyti sáttur við leik sinna manna sem tapaði 2-1 fyrir Grindavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld. Íslenski boltinn 21. júní 2011 22:16
Ólafur: Svæfðum okkur sjálfir Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur sagði ekkert annað skipta máli en að Grindavík væri komið áfram í bikarnum þó hann hafi óneitanlega vonast eftir auðveldari leik í ljósi þess að Grindavík komst snemma í 2-0 þegar Grindavík marði botnlið fyrstu deildar 2-1 á heimavelli í gær manni færri allan seinni hálfleikinn. Íslenski boltinn 21. júní 2011 22:10
Þórarinn Ingi: Duttum of langt til baka Þórarinn Ingi Valdimarsson kom beint inn í Eyjaliðið eftir að hafa verið með íslenska U-21 árs liðinu á EM. Þar fékk hann reyndar ekkert að spila og mætti því ferskur til leiks. Íslenski boltinn 21. júní 2011 21:41
Sigurbjörn: Vorum enn í fríi í upphafi leiks Reynsluboltinn hjá Val, Sigurbjörn Hreiðarsson, var alls ekki nógu ánægður með sitt lið í kvöld sem tapaði 2-3 gegn ÍBV á heimavelli í Valitor-bikarnum. Íslenski boltinn 21. júní 2011 21:39
Tryggvi: Okkur líður vel á Hlíðarenda "Þetta mark sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleiks gaf þeim blóð á tennurnar. Ég þori ekki að fullyrða hvort þetta var víti en okkar maður lét plata sig í hreyfinguna. Hvort það varð síðan snerting veit ég ekki," sagði hetja ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, sem skoraði tvö mörk í 2-3 sigri ÍBV á Val í kvöld. Íslenski boltinn 21. júní 2011 21:38
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Valitor-bikar karla samtímis. Íslenski boltinn 21. júní 2011 18:00
Leikur Vals og ÍBV í Boltavarpi Vísis Boltavarp Vísis er á ferðinni í kvöld eins og venjulega og að þessu sinni verður lýst beint frá Vodafonevellinum þar sem Valur tekur á móti ÍBV í sextán liða úrslitum Valitor-bikarsins. Íslenski boltinn 21. júní 2011 17:15
Umfjöllun: Þrenna Sveinbjarnar sá um Framara Fyrstudeildarlið Þróttar vann frækin sigur, 3-1, gegn nágrönnum sínum í Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins í kvöld. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, skoraði öll þrjú mörk liðsins en tvö þeirra gerði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Fram missti Alan Lowing útaf með rautt spjald eftir um hálftíma leik og var róðurinn heldur erfiður fyrir Safamýrapilta eftir það. Íslenski boltinn 21. júní 2011 16:37
Umfjöllun: Grindavík marði botnlið 1.deildar Grindavík verður í pottinum þegar dregið verðu í átta liða úrslit Valitor bikarsins á morgun eftir 2-1 sigur á HK, botnliði fyrstu deildar, á heimavelli í kvöld. Grindavík lék manni færri allan seinni hálfleikinn en HK hefði hæglega getað fengið meira út úr leiknum. Íslenski boltinn 21. júní 2011 16:31
Umfjöllun: Værukærir Valsmenn teknir í bólinu ÍBV er komið í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir 2-3 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og skemmtilegur. ÍBV virtist ætla að slátra leiknum en Valur komst óvænt inn í leikinn og hefði hæglega getað jafnað. Íslenski boltinn 21. júní 2011 16:12
Valur tekur á móti ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins Þrír leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum Valitorbikarkeppni karla í fótbolta. Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl. 18.00 á Vodafonevellinum á Hlíðarenda þar sem að Valur og ÍBV eigast við. Sá leikur verður í beinni netútvarpslýsingu á visir.is og að sjálfsögðu verður einnig boltavakt frá leiknum. Íslenski boltinn 21. júní 2011 12:00
Magnús: Töpum þessu í byrjun „Við töpum leiknum í upphafi, úrvalsdeildarlið láta ekki svona færi fram hjá sér fara. Þeir refsa okkur grimmilega fyrir arfaslaka byrjun en eftir þessar fyrstu 25 mínútur þá finnst mér við vera síst slakara liðið en það dugar ekki þar sem við skorum færri mörk en þeir og þess vegna erum við úr leik. Ég er sáttur við seinni hálfleikinn og lokin á þeim fyrr en byrjunin var arfaslök,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Hauka eftir 3-1 ósigurinn gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld á heimavelli. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:24
Willum: Bárum virðingu fyrir Haukum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var að vonum ánægður með sigurinn og sætið í átta liða úrslitum Valitor bikarsins með 3-1 sigrinum á Haukum í kvöld og tók undir þau orð að byrjun liðsins í kvöld hafi gert gæfumuninn. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:23
Umfjöllun: Draumabyrjun Keflavíkur gerði útslagið Keflavík er komið í átta liða úrslit Valitor bikarsins í fótbolta eftir góðan 3-1 sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 22:20
Pétur Markan: Ekkert sanngjarnt í fótbolta „Ég er nokkuð ánægður með okkar leik í kvöld. Við mættum ákveðnir til leiks í fyrri hálfleik og vorum þá betri aðilinn en Þórsarar voru sterkari í síðari hálfleik eftir að við jöfnuðum og börðust einfaldlega bara meira en við fyrir sigrinum,“ sagði Pétur Georg Markan, leikmaður Víkings, eftir tapið gegn Þór í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 21:26
Halldór Áskels: Vöknuðum er þeir jöfnuðu Gamla kempan Halldór Áskelsson, aðstoðarþjálfari Þórsara, var sæmilega sáttur við leik sinna manna gegn Víkingum í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 21:03
Boltavarp Vísis á leik Hauka og Keflavíkur Boltavarp Vísis verður á ferðinni í Hafnarfirði í kvöld. Nánar tiltekið á Ásvöllum þar sem leikur Hauka og Keflavíkur í 16-liða úrslitum Valitorsbikars karla fer fram. Íslenski boltinn 20. júní 2011 18:30
Keflavík og Fjölnir í átta liða úrslit Lærisveinar Willums Þórs Þórssonar hjá Keflavík eru komnir í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir fínan útisigur á Haukum, 1-3, í kvöld. Íslenski boltinn 20. júní 2011 15:45