Guðmundur: Ómar var frábær í kvöld „Þetta var rosalega mikilvægt og virkilega langþráður sigur,“ sagði Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigur, 1-0, gegn Fram í kvöld. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 22:36
Þorvaldur: Komum ekki boltanum yfir línuna „Þetta er alltaf jafnt svekkjandi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í kvöld. Fram tapaði enn einum leiknum gegn Keflvíkingum, 1-0, í Keflavík í kvöld og er sem fyrr í næsta sæti með tvö stig. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 22:27
Willum: Berjumst fyrir lífi okkar í deildinni „Við erum búnir að vera í allskonar vandræðum í sumar og því var þetta sérstaklega mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 22:21
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 18:45
Umfjöllun: Stjarnan valtaði yfir Fylki Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur á Fylki á Stjörnuvelli í kvöld. Þó öll mörk Stjörnunnar hafi komið síðustu 25 mínútur leiksins virtist fátt benda til annars frá upphafi að Stjarnan myndi sigra því yfirburðir liðsins á vellinum voru miklir gegn Fylkisliði sem lék líklega sinn slakast leik í sumar. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 15:19
Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 15:02
Umfjöllun: Keflvíkingar höfðu betur í botnslagnum Keflvíkingar unnu langþráðan og mikilvægan sigur, 1-0, gegn botnliði Fram í Pepsi-deild karla suður með sjó í kvöld. Eina mark leiksins gerði Arnór Ingvi Traustason þegar um hálftími var eftir af leiknum. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 14:59
Umfjöllun: Flugeldasýning hjá FH-ingum FH-ingar vöknuðu af værum svefni í kvöld er þeir völtuðu yfir Grindavík, 7-2, í hreint út sagt ótrúlegum knattspyrnuleik. Spilamennska FH minnti á gamla góða FH-liðið en Grindvíkingar voru andlega fjarverandi. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 14:56
Umfjöllun: Valsmenn á toppinn Valsmenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Þór norðan heiða. Lokatölur voru 3-0 fyrir Val sem gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. Umdeilt mark afgreiddi Þórsara. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 14:36
Valsmenn geta tyllt sér í efsta sætið - fimm leikir í Pepsideildinni Fimm leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar 9. umferð hefst. Umferðinni lýkur ekki fyrr en 21. júlí þegar KR tekur á móti ÍBV. Leikur Stjörnunnar gegn Fylki hefst kl. 20.00 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Samantektarþátturinn Pepsimörkin er á dagskrá kl. 22.00 á Stöð 2 sport þar sem farið verður yfir öll helstu atvikin úr leikjum kvöldsins. Íslenski boltinn 6. júlí 2011 11:45
Framarar sömdu við Skotann Scott Robertsson Skoski leikmaðurinn Scott Robertson hefur samið við Fram og mun hann leika með liðinu út leiktíðina í Pepsi-deild karla. Robertson er 23 ára gamall og kemur frá Stirling Albion en hann hefur verið á reynslu hjá Fram í vikutíma. Frá þessu er greint á vef BBC. Íslenski boltinn 5. júlí 2011 18:32
ÍBV skreið í undanúrslit - myndir Pepsi-deildarlið ÍBV vann nauman sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 1-2, er liðin mættust í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla í Grafarvoginum í gær. Íslenski boltinn 4. júlí 2011 06:00
Heimir: Við spiluðum aldrei sem lið í dag Heimi Hallgrímssyni, þjálfara ÍBV, var létt eftir sigurinn á Fjölni í dag í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla. Hans menn voru ekki með hugann við verkefnið en sluppu með skrekkinn. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 20:34
Ásmundur: Þeir fengu ódýrt víti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur við vítið sem Þóroddur Hjaltalín dæmdi á hans menn í dag. Úr því komust Eyjamenn yfir og þeir unnu að lokum leikinn, 1-2. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 20:30
KR komið í undanúrslit KR varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla. KR lagði þá Keflavík, 3-2, í stórskemmtilegum leik vestur í bæ. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 14:14
ÍBV komið í undanúrslit ÍBV er komið í undanúrslit Valitor-bikars karla eftir 1-2 sigur á Fjölni í Grafarvoginum. Leikurinn var hrútleiðinlegur og ekkert gerðist í honum fyrr en á síðustu 15 mínútunum. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 14:07
Hreinn Hrings: Var orðinn stressaður Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari og þrekþjálfari Þórsara, var mjög sáttur við sína menn eftir sigurinn á móti Grindavík. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:36
Ólafur Örn: Áttum að klára þetta í síðari hálfleik Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var eðilega sár og svekktur eftir að lið hans féll út úr Valitor-bikarkeppninni á dramatískan hátt í dag gegn Þór á Þórsvellinum. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:32
Umfjöllun: Ingi Freyr hetja Þórsara Ingi Freyr Hilmarsson tryggði Þórsurum farseðilinn í undanúrslit Valitor-bikarkeppninnar, í þriðja skipti í sögu félagsins, með marki í blálok framlengingar í jöfnum leik við Grindavík. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 12:53
Kjartan Henry markahæstur KR-inga í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR-inga í 3-1 sigrinum á ÍF í Evrópudeildinni í gær. Kjartan Henry hefur þar með skorað fimm mörk samtals í Evrópukeppnum fyrir KR. Markið gerði hann að markahæsta KR-ingi í Evrópukeppnum frá upphafi. Íslenski boltinn 1. júlí 2011 20:15
Arnar Sveinn: Skrítið að sigurinn hafi ekki orðið stærri Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í 2-0 sigrinum á Keflavík. Arnar átti frábæran leik á hægri kantinum hjá Valsmönnum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:46
Willum: Þeir voru betri á öllum sviðum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði að sitt lið hefði verið tekið taktískt í bólinu af Valsmönnum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:44
Freyr: Ekkert í þeirra leik kom okkur á óvart Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Valsmanna var afar sáttur við leik sinna manna í Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:42
Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. Íslenski boltinn 30. júní 2011 15:25
Jósef vill losna undan samningi við búlgarska liðið Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur æft með sínu gamla liði að undanförnu en hann vill losna undan samningi sínum við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas. Bakvörðurinn segir í samtali við fotbolti.net að félagið hafi ekki staðið við samninginn sem gerður var í febrúar s.l. og vonast Jósef eftir því að samningnum verði rift. Íslenski boltinn 30. júní 2011 11:15
Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. Íslenski boltinn 30. júní 2011 07:00
Ísland aldrei neðar á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu náði nýjum lægðum í dag þegar nýr FIFA-listi var gefinn út. Landsliðið er komið 122. sæti á listanum og hefur aldrei verið neðar á listanum. Íslenski boltinn 29. júní 2011 09:07
Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar. Íslenski boltinn 29. júní 2011 07:00
Magnús Páll samdi við Víking Pepsi-deildarlið Víkings fékk fínan liðsstyrk í gær þegar framherjinn Magnús Páll Gunnarsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 28. júní 2011 13:57
Pepsimörkin: Umdeilt víti í Eyjum Stjörnumenn voru verulega ósáttir við vítið sem ÍBV fékk í leik liðanna í Eyjum. Þá virðist Andri Ólafsson falla án mikillar snertingar en víti dæmt engu að síðar. Andri tók sjálfur vítið og skoraði úr því. Íslenski boltinn 28. júní 2011 11:00