NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mjög skrýtinn mis­skilningur

Lokasóknin fór yfir síðustu helgi í NFL-deildinni í vikulegum þætti sínum og ræddi meðal annars frábæra frammistöðu óvæntrar stjörnu í liði Tampa Bay Buccaneers.

Sport
Fréttamynd

Meiddist hroða­lega en fór hlæjandi af velli

Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli.

Sport
Fréttamynd

NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin

NFL deildin tilkynnti í dag að þrír leikir næstu fimm árin verða spilaðir á Maracanã, einum sögufrægasta fótboltavelli heims, sem staðsettur er í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Sport
Fréttamynd

Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark

Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins.

Sport
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Á­horf­andi sló leik­mann og missti af ó­trú­legri endur­komu

Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni.

Sport