ÍA - KR í beinni á Sýn í kvöld Þrír leikir fara fram í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH tekur á móti Fylki í Hafnarfirði kl 19:15 og á sama tíma tekur HK á móti Fram. Klukkan 19:45 verður sjónvarpsstöðin Sýn svo með beina útsendingu frá leik ÍA og KR á Skaganum, en þessi fornfrægu lið eru í kjallara deildarinnar eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn 10. júní 2007 16:52
Jafnt hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir heimamenn á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja. Íslenski boltinn 9. júní 2007 18:58
Blikar harma söngva stuðningsmanna Leiðinleg uppákoma átti sér stað á leik Víkings og Breiðabliks í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Stuðningsmenn Kópavogsliðsins sökuðu Garðar Hinriksson dómara um kynþáttafordóma í söngvum sínum eftir að hann gaf leikmanni Blika, Prince Rajcomar, gult spjald. Meistaraflokksráð Breiðabliks hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þetta er harmað og beinir þeim tilmælum til stuðningsmanna að stilla sig í framtíðinni. Íslenski boltinn 9. júní 2007 13:53
Enn eitt jafnteflið hjá Blikum Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Víkingur og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Víkingsvelli. Magnús Páll Gunnarsson kom Blikum yfir en Valur Úlfarsson jafnaði fyrir heimamenn, sem voru sterkari aðilinn í leiknum. Víkingar hafa 8 stig í 2.-3. sæti deildarinnar en Blikar hafa 4 stig í 6. sætinu eftir 4 jafntefli í fyrstu 5 leikjunum í sumar. Íslenski boltinn 8. júní 2007 22:03
Fimmta umferð Landsbankadeildar hefst í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik spila fyrsta leikinn í fimmtu umferðinni á Víkingsvelli klukkan 19:15. Þá verða fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna þar sem ÍR mætir Breiðablik, Stjarnan tekur á móti Fjölni, Þór/KA tekur á móti Fylki og Valur fær Keflavík í heimsókn. Allir leikir hefjast klukkan 19:15. Íslenski boltinn 8. júní 2007 18:25
Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. Íslenski boltinn 7. júní 2007 14:57
Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. Fótbolti 6. júní 2007 20:03
U19: Ísland 5-2 Azerbaijan Íslenska U19 ára landslið Íslands lauk í dag keppni í milliriðli í Noregi fyrir EM með sigri á Azerbajian 5-2. Ísland hafði áður tapað fyrir Noregi og Spáni með litlum mun. Íslendingar enda því í öðru sæti riðilsins með 3 stig. Fótbolti 4. júní 2007 19:24
Ísland - Liechtenstein: 1-0 í hálfleik Það er komið hlé í leik íslands og Liechtenstein. Staðan er 1-0 og var það Brynjar Björn Gunnarsson sem skoraði markið með skalla á 27. mínútu eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Íslenska liðið var þó ekki sannfærandi eftir markið og skapaði lítið af færum. Fótbolti 2. júní 2007 16:46
Brynjar Björn búinn að koma íslendingum yfir Brynjar Björn er búinn að skora fyrsta markið í leiknum á milli Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Brynjar skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Markið kom á 27. mínútu og staðan því orðin 1-0. Fótbolti 2. júní 2007 16:29
Undankeppni EM: Leikir dagsins Ísland mætir Liechtenstein í dag klukkan 16:00 í F-riðli undankeppni EM. Fleiri leikir munu fara fram í dag út um alla evrópu. Leikir dagsins eru: Fótbolti 2. júní 2007 14:01
U19: Ísland tapaði fyrir Noregi Íslenska U19 liðið tapaði í dag fyrir heimamönnum í Noregi. Leikurinn fór 4-3 en staðan í hálfleik var 3-2. Þetta var annar leikur drengjanna í milliriðli fyrir EM en þeir töpuðu fyrir spánverjum á miðvikudag 3-2. Fótbolti 1. júní 2007 19:46
Leik ÍBV og Stjörnunar frestað Leik ÍBV og Stjörnunnar í fyrstu deildinni hefur verið frestað aftur vegna þess að ófært er með flugi til Eyja. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var þá frestað þar til í kvöld. Leikurinn hefur verið færður til klukkan 16:00 á sunnudaginn. Fótbolti 1. júní 2007 17:40
U19: Byrjunarliðið gegn Noregi U19 landslið karla mætir Noregi í dag í milliriðli fyrir EM. Norðmenn eru á heimavelli í þessum leik en riðillinn er allur spilaður í Noregi. Íslenska landsliðið hefur spilað einn leik í riðlinu, 3-2 tap fyrir spánverjum sem eru núverandi handhafar titilsins. Fótbolti 1. júní 2007 13:12
Ísland sigraði Grikkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik. Fótbolti 31. maí 2007 16:59
Tap fyrir Spánverjum Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum. Fótbolti 30. maí 2007 20:00
U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi. Fótbolti 30. maí 2007 16:56
Óli Jó: Verðum að halda okkur á jörðinni "Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og þessi var engin undantekning. Færin hinsvegar duttu okkar megin og það skilur að," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn hefðu verið dálítið værukærir í byrjun. Hann var ekki sammála nafna sínum Þórðarsyni um það hvort liðið hefði verið betra í leiknum. Íslenski boltinn 29. maí 2007 22:14
Óli Þórðar: Við vorum miklu betri en þeir Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna fyrir framan mark FH-inga í kvöld þegar lið hans lá 2-0 heima fyrir Íslandsmeisturunum. Hann var ekki í vafa um að hans menn hefðu verið betri í leiknum. Íslenski boltinn 29. maí 2007 22:03
FH með fjögurra stiga forskot á toppnum FH-ingar náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Framara 2-0 á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðarinnar. Framarar áttu ágætan leik í kvöld en það var frammistaða Hafnfirðinga fyrir framan markið sem réði úrslitum. Íslenski boltinn 29. maí 2007 21:45
Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Fram og FH á Laugardalsvelli og staðan jöfn 0-0. Leikurinn hefur verið nokkuð fjörugur og er sýndur beint á Sýn. Jónas Grani Garðarsson átti líklega besta færi leiksins þegar hann komst inn fyrir vörn fyrrum félaga sinna í FH, en Daði Lárusson sá við honum og varði vel. Íslenski boltinn 29. maí 2007 20:46
Fram - FH í beinni á Sýn í kvöld Fjórðu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með viðureign Fram og FH á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Íslandsmeistarar FH geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld, en Fram þarf nauðsynlega á stigum að halda þar sem liðið er í næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Næsti leikur í deildinni er ekki á dagskrá fyrr en 7. júní vegna landsleikja í næstu viku. Íslenski boltinn 29. maí 2007 19:12
Gravesen í tveggja leikja bann Peter Gravesen, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Fylkis og ÍA í gær. Gravesen fékk sitt annað gula spjald og brottvísun í leiknum fyrir að gefa Ellerti Björnssyni olnbogaskot. Hann mun því missa af leikjum Árbæjarliðsins gegn FH og HK í næstu tveimur umferðum. Íslenski boltinn 29. maí 2007 19:09
Vandræði KR halda áfram KR-ingar sitja enn á botni Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins. KR tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Víkingi í kvöld. Keflvíkingar lögðu nýliða HK 3-0 í Keflavík og Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. FH-ingar eru efstir í deildinni með 9 stig eftir þrjá leiki og geta aukið forskot sitt í fjögur stig með sigri á Fram á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðar annað kvöld. Íslenski boltinn 28. maí 2007 21:20
Eitt mark komið í fyrri hálfleik Aðeins eitt mark er komið í leikjunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla og hófust klukkan 19:15. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn HK í Keflavík þar sem Þórarinn Kristjánsson skoraði mark heimamanna. Ekkert mark er komið á Kópavogsvelli þar sem Blikar taka á móti Val og sömu sögu er að segja af leik KR og Víkings í Vesturbænum. Íslenski boltinn 28. maí 2007 20:03
Páll Gísli hetja Skagamanna í Árbænum Fylkir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í Árbænum í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeildinni. Dramatíkin var mikil í leiknum og David Hannah misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Páll Gísli Jónsson varði frá honum. Fylkismenn léku manni færri frá 20. mínútu þegar Peter Gravesen var vikið af leikvelli. Íslenski boltinn 28. maí 2007 18:55
Christiansen jafnar fyrir Fylkismenn Christian Christiansen var að jafna metin fyrir Fylki gegn ÍA í Árbænum og staðan orðin 2-2. Markið skoraði hann með góðu einstaklingsframtaki á 82. mínútu þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn Skagamanna. Íslenski boltinn 28. maí 2007 18:41
Skagamenn komnir yfir á ný Skagamenn eru komnir í 2-1 á Fylkisvelli þegar um 20 mínútur eru til leiksloka. Markið skoraði Vejekoslav Savadjumovic eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar frá hægri. Skagamenn eru manni fleiri í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Íslenski boltinn 28. maí 2007 18:31
Valur Fannar jafnar fyrir Fylki Fylkismenn voru ekki lengi að jafna metin í 1-1 gegn ÍA í Árbænum þrátt fyrir að vera manni færri. Valur Fannar Gíslason skoraði jöfnunarmark Fylkis með skoti úr teignum aðeins um fimm mínútum eftir að Skagamenn komust yfir. Valur skoraði einnig í síðasta leik Fylkismanna og virðist kunna vel við sig í nýju hlutverki á miðjunni. Íslenski boltinn 28. maí 2007 17:42
Skagamenn komnir yfir Skagamenn hafa náð 1-0 forystu gegn Fylki í Árbænum.Það var Jón Vilhelm Ákason sem skoraði markið á 36. mínútu eftir laglega sókn gestanna sem eru nú farnir að nýta sér liðsmuninn eftir að Peter Gravesen var rekinn af velli. Íslenski boltinn 28. maí 2007 17:36