Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þorvaldur tekur við Fram

Þorvaldur Örlygsson verður í dag ráðinn þjálfari Fram í Landsbankadeildinni samkvæmt heimildum Vísis. Þorvaldur hefur verið orðaður mikið við Fram undanfarna daga en nú þykir ljóst að hann muni taka við af Ólafi Þórðarsyni. Þorvaldur stýrði liði Fjarðabyggðar í sumar og var áður með lið KA í nokkur ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur stóð í Frankfurt

Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Líst vel á nýja þjálfarann

FH-ingurinn Freyr Bjarnason segir að sér lítist vel á nýja þjálfarann sinn hjá FH eftir að tilkynnt var að Heimir Guðjónsson tæki við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni tekur við Stjörnunni

Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í hádeginu í dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Garðabæjarliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír nýliðar í U-21 árs hópnum

Lúkas Kostic hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM næsta þriðjudag, en hann verður spilaður í Grindavík. Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Albert Ingason og Andrés Jóhanneson úr Fylki og Arnór Smárason frá Heerenveen í Hollandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kekic áfram hjá Víkingi

Sinisa Valdimar Kekic verður áfram í herbúðum Víkings en hann hefur skrifað undir nýjan samning til eins árs. Auk þess að spila mun Kekic taka að sér þjálfun hjá félaginu og verður annar af tveimur þjálfurum 2. flokks karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur: Alltaf möguleiki

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liverpool fylgist með Birni Bergmann

Vísir.is hefur heimildir fyrir því að framherjinn efnilegi Björn Bergmann Sigurðarson hjá ÍA sé undir smásjá enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Útsendarar Liverpool munu fylgjast með Birni þegar hann spilar með U-19 ára landsliði Íslands gegn Englendingum þann 12. október.

Íslenski boltinn