Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Vantar lítið upp á hjá ÍA

Bjarni Guðjónsson, miðjumaður ÍA, segir í viðtali við heimasíðu félagsins að lítið vanti upp á hjá félaginu svo það geti gert atlögu að toppi Landsbankadeildarinnar. Skagamenn náðu þriðja sætinu í sumar, mörgum að óvörum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikilvægt að fá Hermann inn

„Hermann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hann bætir liðsandann og ef illa gengur drífur hann menn áfram," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Stöð 2. Á morgun leikur Ísland gegn Liechtenstein í undankeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland - Liechtenstein á morgun

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tekur tíma að jafna sig á þessu

„Þetta er alveg skelfilegt. Það mun taka okkur tíma að jafna sig á þessu," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara kvennaliðs Vals, í samtali við Vísi. Valsstúlkur féllu úr leik í Evrópukeppninni en þær töpuðu fyrir Everton í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsstelpur sitja eftir

Kvennalið Vals náði ekki að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppni kvenna. Belgíska liðið Wezemaal náði óvænt jafntefli gegn Frankfurt, einu sterkasta félagsliði heims í kvennaflokki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U21 liðið mætir Austurríki á morgun

Íslenska U21 landsliðið leikur á morgun fjórða leik sinn í undankeppni Evrópumótsins. Liðið tekur þá á móti toppliði riðilsins, Austurríki, en leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 15:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U19 landsliðið vann Belga

Íslenska U19 landsliðið náði heldur betur að snúa við blaðinu í kvöld. Eftir að hafa tapað illa 5-1 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í undanriðli fyrir Evrópumótið vann það Belga 3-1 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur nýr þjálfari Fram

Framarar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram. Þetta kemur lítið á óvart en Vísir greindi frá því fyrir helgi að hann yrði næsti þjálfari Safamýrarliðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragnar: Skitum á okkur

„Við skitum á okkur í fyrri hálfleiknum," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir leikinn í dag. „Eftir það var þetta miklu betra en maður er samt nánast orðlaus eftir þennan leik."

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum

Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tollefsen tekur við Víkingi

Danski þjálfarinn Jesper Tollefsen var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings og hefur gert tveggja ára samning við félagið. Tollefsen stýrði liði Leiknis í sumar en hefur nú verið falið stórt hlutverk hjá knattspyrnuakademíu Víkings.

Íslenski boltinn