Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ísland niður um tvö sæti á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Fifa sem birtur var í morgun. Liðið er nú í 89. sæti listans en var í því 87. þegar listinn var síðast birtur í janúar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland - Aserbaídsjan í ágúst

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Aserbaídsjan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik. Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fastnúmerakerfi tekið upp

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum um helgina að taka upp fastnúmerakerfi í Landsbankadeild kvenna og 1. deild karla, líkt og verið hefur í Landsbankadeild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skúffusamningar ólöglegir

Stjórn KSÍ bætti við greinagerð í reglugerð um knattspyrnumót sem lúta að samningamálum leikmanna. Nú er ólöglegt að nota leikmenn sem eru ekki með löglegan KSÍ samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Ólafi

Ólafur Jóhannesson vann í dag sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar liðið lagði Armena 2-0 í lokaleik sínum á æfingamótinu á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn skyldaðir í hjartaskoðun

Allir leikmenn í Landsbankadeild karla verða skyldaðir í hjarta- og æðaskoðun frá og með árinu 2009 vegna tíðra dauðsfalla í fótboltanum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni fyrirliði í kvöld

Sjö breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Möltu í kvöld. Leikurinn er liður í æfingamóti sem stendur yfir á Möltu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hvít-Rússum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrsta leiknum sínum á æfingamótinu á Möltu í dag þegar það lá 2-0 fyrir Hvít-Rússum. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en lenti undir gegn gangi leiksins á 32. mínútu þegar Rússarnir skoruðu úr sínu fyrsta markskoti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír nýliðar í byrjunarliði Íslands í dag

Ólafur Jóhannesson hefur valið þrjá nýliða í byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu á Möltu í dag. Þetta eru markvörðurinn Stefán Magnússon og miðjumennirnir Aron Gunnarsson og Bjarni Viðarsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Þórður í Stjörnuna

Markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ samkvæmt vefsíðunni gras.is. Bjarni hefur skrifað undir eins árs samning við Garðabæjarliðið sem leikur í 1. deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur og Ingvi framlengja

Keflvíkingarnir Guðmundur Steinarsson og Ingvi Rafn Guðmundsson skrifuðu í dag undir framlengingu á samningum sínum við knattspyrnudeild Keflavíkur. Þetta kom fram á heimasíðu Keflavíkur í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári Steinn hættur

Knattspyrnumaðurinn Kári Steinn Reynisson hjá ÍA hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril með Skagaliðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón orðaður við Hearts

Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er einn þeirra sem orðaðir eru við knattspyrnustjórastöðuna hjá skoska liðinu Hearts í Edinborg. Það er breska blaðið Daily Express sem greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn