Íslenski boltinn

Magnús Páll áfram með Blikum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Magnús tekur hér við bronsskónum úr höndum Geirs Þorsteinssonar.
Magnús tekur hér við bronsskónum úr höndum Geirs Þorsteinssonar. Mynd/E. Stefán

Magnús Páll Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik. Magnús hlaut bronsskóinn fyrir markaskorun sína í Landsbankadeildinni síðasta sumar en hann skoraði átta mörk samkvæmt tölfræði KSÍ.

Síðan tímabilinu lauk hefur Magnús verið á faraldsfæti og æft með varaliðum Schalke og Borussia Dortmund í Þýskalandi, norska liðinu Haugesund og Bunkeflo í Svíþjóð.

Hann ákvað á endanum að vera áfram með Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×