Íslenski boltinn

Ásgrímur semur við HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgrímur í baráttu við Rúnar Kristinsson, leikmann KR, í sumar.
Ásgrímur í baráttu við Rúnar Kristinsson, leikmann KR, í sumar. Mynd/Daníel

Ásgrímur Albertsson, varnarmaður hjá HK, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Ásgrímur hefur verið fastamaður hjá HK undanfarin misseri og lék alla átján leiki liðsins í Landsbankadeild karla í sumar. Hann á þar að auki þrjá leiki í efstu deild með Keflavík.

Hann er 26 ára gamall og samdi út keppnistímabilið 2009. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×