Íslenski boltinn

Bjarni Þórður í Stjörnuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Þórður Halldórsson.
Bjarni Þórður Halldórsson.

Markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ samkvæmt vefsíðunni gras.is. Bjarni hefur skrifað undir eins árs samning við Garðabæjarliðið sem leikur í 1. deild.

Bjarni er fæddur 1983 og kemur frá Fylki en síðasta sumar var hann lánaður til Víkings og lék tíu leiki með liðinu í Landsbankadeildinni. Hann er fyrrum markvörður íslenska U21 landsliðsins.

Magnús Þormar varði mark Stjörnunnar á síðasta tímabili en hann er genginn til liðs við Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×