Íslenski boltinn

Samtök Knattspyrnumanna stofnuð í dag

Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson Mynd/AntonBrink

Leikmannasamtökin í Landsbankadeildinni voru formlega stofnuð í dag og kallast Samtök Knattspyrnumanna. Það verður Gunnlaugur Jónsson, leikmaður KR, sem veitir samtökunum formennsku.

Tilgangur samtakanna er að vera málsvari félagsmanna í málum sem eru í umræðunni hverju sinni og að efla fræðslu til félagsmanna um réttindi þeirra og tryggingamál, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Gunnlaugur Jónsson er fyrsti formaður samtakanna, ritari Sigurbjörn Hreiðarsson, gjaldkeri Valur Fannar Gíslason og meðstjórnendur eru Bjarni Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Arnar Grétarsson og Guðmundur Steinarsson eru í varastjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×