Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Framsigur í tilþrifalitlum leik

Fram sótti Fjölni heim í Grafarvog í gærkvöldi. Leikurinn var heldur tilþrifalítill og leikmenn virtust ekki vera mættir til að láta ljós sitt skína. Bæði lið voru óhemju lengi í gang, sérstaklega heimamenn. Gestirnir voru örlítið sprækari en það varð þó ekki til að gera leikinn skemmtilegan áhorfs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði

„Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA upp í þriðja sæti 1. deildar

KA er komið upp í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingi frá Ólafsvík í dag. Sigur norðanmanna var aldrei í hættu en þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag

Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan með enn einn stórleikinn

Valsmenn mættu á Stjörnuvöll í kvöldi og var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti með jafn mörg stig, Stjarnan var þó með betri markatölu. Valsmenn voru aldrei inni í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Stjarnan sýndi enn einu sinni að þeir eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar.

Íslenski boltinn