Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fylkismenn athuguðu Þórð Ingason

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sagði í samtali við Vísi að ekkert væri ljóst í markmannsmálum liðsins. Árbæingar leita að markverði til að fylla skarð Fjalars Þorgeirssonar sem verður frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag

„Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur

„Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hringir út hjá Þrótturum

Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur Freyr á leið í Keflavík

Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur: Eitt stig betra en ekkert

„Við hefðum getað komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már skallaði beint á markvörðinn. Eftir það duttum við aðeins niður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið í Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jósef Kristinn: Líkaminn fylgdi ekki hausnum

„Ég er mjög ósáttur við þetta. Við vorum gjörsamlega á hælunum í seinni hálfleik," sagði Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Fjölni í botnbaráttuslag í kvöld. „Við vorum eiginlega stuðningsmönnum okkar til skammar í seinni hálfleiknum,"

Íslenski boltinn