Fylkismenn athuguðu Þórð Ingason Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sagði í samtali við Vísi að ekkert væri ljóst í markmannsmálum liðsins. Árbæingar leita að markverði til að fylla skarð Fjalars Þorgeirssonar sem verður frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 13:30
Lokadagur félagsskipta er 31. júlí Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga eru félagsskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 13:30
Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 11:30
Haukar upp í annað sætið og langþráður Skagasigur Haukar komust upp í annað sætið í 1. deild karla í kvöld á sama tíma og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í heilan mánuð. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 22:34
Agnar Bragi: Tileinka þetta mark ömmu minni Varnarturninn Agnar Bragi Magnússon skoraði sigurmark Selfyssinga gegn Víkingi í kvöld. Hann fagnaði markinu af mikilli innlifun, reif sig úr að ofan og benti til himins. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 22:19
Umfjöllun: Agnar Bragi tryggði Selfossi sigur á Víkingum Selfyssingar stigu enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeild í kvöld þegar þeir unnu 2-1 útisigur á Víkingi Reykjavík. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Eftir úrslit kvöldsins er Selfoss með sjö stiga forystu í deildinni. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:45
Stiga- og markalaust hjá Akureyrarliðunum í kvöld Akureyrarliðin KA og Þór töpuðu bæði leikjum sínum í 1. deild karla, KA á heimavelli á móti Leikni og Þór á útivelli á móti ÍR. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:37
Annar sigur KR-kvenna í röð - hefndu fyrir tap í fyrri umferðinni KR vann 3-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna á KR-velli í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:27
Þrír fyrirliðar í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik Þrír fyrirliðar eru meðal þeirra fjórtán leikmanna úr Pepsi-deild karla sem voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í dag. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur og Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:00
Fengu árs bann fyrir að ráðast á dómara Tveir leikmenn 3. deildarliðsins Afríku voru í dag dæmdir í eins árs keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir réðust á dómara sem dæmdi leik Afríku og Ýmis á Leiknisvelli í gær. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 18:17
Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag „Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 16:43
Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur „Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 16:19
Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan fá leyfi til að ræða við Ólaf Pál Ólafur Páll Snorrason er að öllum líkindum á leið frá Val. Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan hafa öll fengið leyfi frá Hlíðarendaliðinu til að ræða við leikmanninn. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 15:55
Hringir út hjá Þrótturum Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 13:51
Haraldur Freyr á leið í Keflavík Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 12:38
Fjalar: Spilaði handleggsbrotinn í tuttugu mínútur Fylkismenn urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson handleggsbrotnaði í 2-1 sigri liðsins gegn Fram í Pepsi-deildinni á Árbæjarvelli. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 11:45
Atli: Við erum að reyna að finna leiðtogann í liðinu Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals talaði hreint út um stöðu liðsins eftir 2-2 jafntelfi við Keflavík á Vodafone-vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 23:26
Grétar: Sýndum að við getum lifað án Jónasar Grétar Sigfinnur Sigurðsson var búinn að koma KR-ingum í 1-0 eftir aðeins 11 mínútur í sínum fyrsta leik sem fyrirliði liðsins. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:58
Gunnar Oddson íhugar að hætta með lið Þróttar Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var niðurbrotinn eftir annað 1-5 tap liðsins í röð í Pepsideildinni í kvöld. Hann segist framtíð sína hjá liðinu vera í óvissu. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:46
Ingimundur: Fylkir er frábær klúbbur Ingimundur Níels Óskarsson hefur heldur betur slegið í gegn með Fylkismönnum í sumar. Hann kom sínum mönnum á bragðið í kvöld með marki á fyrstu mínútunni, sínu áttunda marki í deildinni. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:42
Kristján: Við áttum öll þrjú stigin skilin Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var ósáttur með að hafa bara fengið eitt stig í leiknum út úr leiknum á móti Val í kvöld. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:37
Jóhann Birnir: Sáttur með karakterinn í liðinu Jóhann Birnir Guðmundsson tryggði Keflavík eitt stig á Vodafone-vellinum í kvöld þegar hann jafnaði leikinn í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:32
Óli Þórðar: Fjalar á heima í landsliðinu Ólafur Þórðarson segir að Fjalar Þorgeirsson eigi vel heima í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Fjalar átti góðan leik þegar Fylkir sigraði Fram fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:28
Sigurbjörn: Kannski tekur maður bara Ryan Giggs á þetta Sigurbjörn Hreiðarsson spilaði í kvöld sinn 202. leik fyrir Val í efstu deild og varð þar með leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Sigurbjörn var stoltur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 22:18
Ásmundur: Eitt stig betra en ekkert „Við hefðum getað komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már skallaði beint á markvörðinn. Eftir það duttum við aðeins niður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið í Grindavík. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 21:51
Jósef Kristinn: Líkaminn fylgdi ekki hausnum „Ég er mjög ósáttur við þetta. Við vorum gjörsamlega á hælunum í seinni hálfleik," sagði Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Fjölni í botnbaráttuslag í kvöld. „Við vorum eiginlega stuðningsmönnum okkar til skammar í seinni hálfleiknum," Íslenski boltinn 27. júlí 2009 21:43
Umfjöllun: Fylkir sigraði lánlausa Framara Það var gola og nokkuð kalt þegar Fylkismenn tóku á móti Fram í kvöld í Árbænum. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 19:00
Umfjöllun: Fjörugt jafntefli hjá Val og Keflavík á Vodafonevellinum Valur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli i fjörugum og skemmtilegum leik á Vodafonevellinum í kvöld. Sóknarleikur var ráðandi í leiknum og bæði lið buðu áhorfendum upp á hina bestu skemmtu. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 18:15
Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 18:15
Umfjöllun: Pattstaða við botninn eftir jafntefli í Grindavík Grindavík og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli í botnbaráttuslag í kvöld. Jónas Grani Garðarsson kom Fjölni yfir snemma leiks en Óli Baldur Bjarnason jafnaði metin. Ekkert var skorað í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 18:15