Auðun Helgason: Bara gult spjald Auðun Helgason segir Eyjólf dómara hafa tekið rétt spjald upp úr vasanum ólíkt áliti Ólafs í öðru viðtali hér á Vísi eftir jafntefli Breiðabliks og Fram. Íslenski boltinn 16. ágúst 2009 22:10
Ólafur Kristjánsson: Rangur litur á spjaldinu Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum svekktur eftir að hafa horft á lið sitt missa niður þriggja marka forskot gegn Fram í kvöld. Íslenski boltinn 16. ágúst 2009 21:56
Umfjöllun: Ótrúlegur viðsnúningur í Kópavogi Fram gerði sér lítið fyrir og vann upp þriggja marka forskot Breiðabliks í Kópavogi í kvöld í leik þar sem allt sauð upp úr í lokin. Íslenski boltinn 16. ágúst 2009 18:15
Atli Viðar: Kláruðum þetta sannfærandi Atli Viðar Björnsson er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistara FH í dag þegar þeir unnu 4-1 útisigur á Fjölni. Íslenski boltinn 15. ágúst 2009 18:40
Ásmundur: Meðan það er möguleiki þá er möguleiki „Við vissum alltaf að þetta yrði erfiður leikur en höfðum alveg trú á verkefninu og ætluðum okkur að gera eitthvað," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Íslandsmeisturum FH í dag. Íslenski boltinn 15. ágúst 2009 18:29
Heimir: Menn rifu sig upp eftir tapið gegn KR Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með karakterinn sem hans lið sýndi í sigrinum gegn Fjölni í dag. Eftir tap gegn KR um síðustu helgi unnu FH-ingar öruggan útisigur í dag 4-1. Íslenski boltinn 15. ágúst 2009 18:24
Umfjöllun: Von Fjölnis veiktist eftir tap gegn FH Það er ólík staða á liðunum tveimur sem mættust í eina leik dagsins í Pepsi-deild karla. FH-ingar færðust nær Íslandsmeistaratitlinum með 4-1 útisigri á Fjölni en Grafarvogsliðið færðist um leið nær 1. deildinni. Íslenski boltinn 15. ágúst 2009 15:25
1. deild: Þórsarar engin fyrirstaða fyrir HK-inga 16. umferð 1. deildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með tveimur leikjum þar sem HK vann Þór og Fjarðabyggð vann ÍR. Stefán Jóhann Eggertsson kom HK yfir á 19. mínútu gegn Þór en staðan í hálfleik var 1-0 á Kópavogsvellinum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 21:15
Formaður Hamars: Þurfum líklega að kaupa átján vatnsbrúsa „Það eru níu byrjunarliðsmenn orðnir veikir hjá okkur og þar af hefur verið staðfest að tveir þeirra séu með svínaflensuna en nokkrir aðrir eiga eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 19:30
Mótanefnd KSÍ frestar leik í 2. deildinni vegna svínaflensu Mótastjórinn Birkir Sveinsson hjá Knattspyrnusambandi Íslands hefur staðfest að leik KS/Leifturs og Hamars í 2. deildinni, sem fara átti fram á morgun, hafi verið frestað vegna veikinda stórs hluta leikmannahóps Hamars. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 18:00
Stamenic með svínaflensu - ellefu Grindvíkingar veikir Ástandið heldur áfram að versna í Grindavík en nú hefur fengist staðfest að Zoran Stamenic er með svínaflensu rétt eins og Óli Stefán Flóventsson. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 15:21
Leik Grindavíkur og ÍBV frestað Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fallist á ósk knattspyrnudeildar Grindavíkur um að fresta leik liðsins gegn ÍBV á sunnudag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 14:45
„Ekki mér að kenna hvað þið eruð lélegir" Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, ritar áhugaverða hugvekju á heimasíðu félagsins í dag. Þar kemur hann meðal annars inn á dómaramál. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 14:36
Valsstúlkur til Ítalíu Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna mæta ítalska liðinu Torres Calcio í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í dag. Íslenski boltinn 14. ágúst 2009 11:56
Þóra á að vera í markinu á EM Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Sport 14. ágúst 2009 08:00
1. deild: Þrjú efstu liðin sigruðu þrjú neðstu liðin Sextánda umferð 1. deildar karla hófst í kvöld með fjórum leikjum. Topplið Selfoss van 1-6 sigur gegn botnliði Víkings frá Ólafsvík en Ólsarar komust yfir í leiknum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 21:45
Óli Stefán: Mikilvægt að önnur lið í deildinni átti sig á smithættunni Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson hefur staðfest að hann hafi greinst með svínaflensuna en níu aðrir leikmenn liðsins eru mjög líklega einnig með sömu tegund af flensu. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 15:58
Grindavík sækir um frestun á leiknum gegn ÍBV - tíu orðnir veikir Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var ekki talið ólíklegt að Grindavík myndi biðja um frestun á leiknum gegn ÍBV á sunnudag vegna ástandsins í leikmannahópi liðsins. Alls eru tíu leikmenn liðsins orðnir veikir og óttast að einhverjir þeirra séu með svínaflensuna. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 15:56
Mótastjóri KSÍ: Bregðumst við ef Grindavík sækir um frestun Sú staða gæti komið upp að Grindavík myndi sækja um frestun á leiknum gegn ÍBV sem fram á að fara næsta sunnudag. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 13:48
Níu lykilmenn Grindavíkur í sóttkví með einkenni svínaflensu Ástandið hjá knattspyrnuliði Grindavíkur er ekki gott en alls liggja níu leikmenn liðsins í rúminu veikir. Þeir eru þess utan með einkenni svínaflensu þannig að þeim er haldið í sóttkví þar til úr fæst skorið hvort þeir séu með svínaflensu eður ei. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 13:25
Heimir framlengir við FH Heimir Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH og verður þjálfari meistarflokks félagsins til loka tímabilsins 2011. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 12:22
Grétar Rafn: Eigum að geta keyrt meira á liðin en við gerum Grétar Rafn Steinsson leikmaður Bolton á Englandi í hægri bakvarðarstöðunni í leiknum í gær. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins. Íslenski boltinn 13. ágúst 2009 08:30
Brynjar Björn: Vel ásættanleg úrslit Brynjar Björn Gunnarsson var fyrirliði íslenska liðsins í kvöld og átti ágætan leik. Hann lék á miðjunni í fyrri hálfleiknum en snemma í síðari hálfleik var hann færður í vörnina í stað Sölva Geirs Ottesen og leysti það hlutverk vel af hendi. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 22:48
Gunnleifur: Fyrri hálfleikurinn vonbrigði Gunnleifur Gunnleifsson stóð í marki íslenska landsliðsins í kvöld og átti prýðisgóðan leik, en hann bjargaði í nokkur skipti með góðum markvörslum. Hann var þó ekki nógu ánægður með úrslitin. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 22:10
Ólafur: Svöruðum kallinu ágætlega Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins var nokkuð sáttur eftir leik liðsins gegn Slóvökum og sagði að liðið hefði verið nær sigri en það slóvenska. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 21:55
Tékkar of sterkir fyrir Íslendinga Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta töpuðu 0-2 fyrir Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2011 en staðan í hálfleik var markalaus. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 16:11
Byrjunarlið U-21 árs karla gegn Tékkum Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn hefja leik gegn Tékkum í dag. Leikið er á KR-vellinum og hefst leikurinn klukkan 15.30 en hann er liður í undankeppni Evrópumótsins. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 14:32
Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu í kvöld Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Slóvakíu á Laugardalsvellinum klukkan 19.00 í kvöld. Íslenski boltinn 12. ágúst 2009 14:23
Kristín Ýr: Þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 23:15
Freyr: Gott að fara í fríið með þessi þrjú stig „Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld. Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki. Íslenski boltinn 11. ágúst 2009 22:30