Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þóra á að vera í markinu á EM

Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Brynjar Björn: Vel ásættanleg úrslit

Brynjar Björn Gunnarsson var fyrirliði íslenska liðsins í kvöld og átti ágætan leik. Hann lék á miðjunni í fyrri hálfleiknum en snemma í síðari hálfleik var hann færður í vörnina í stað Sölva Geirs Ottesen og leysti það hlutverk vel af hendi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr: Gott að fara í fríið með þessi þrjú stig

„Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld. Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki.

Íslenski boltinn