Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Óli Kristjáns: Spiluðum vel í 90 mínútur

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með allar 90 mínúturnar hjá sínu liði í dag. Hann sagði liðið hafa mætt af miklum krafti í leikinn og haldið það út. Hann gefur lítið fyrir þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu að liðið missi niður unna leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Blikarnir burstuðu valsmenn

Það tók Breiðablik innan við tíu mínútur að skora tvö mörk á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þeir mættu miklu ákveðnari til leiks og voru með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Viljinn var töluvert meiri hjá þeim grænklæddu og greinilegt að Valsliðið á langt í land miðað við spilamennskuna í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss skrefi nær Pepsi-deildinni

Hjörtur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir topplið Selfoss sem styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í kvöld. Liðið lagði Leikni í hörkuleik á Selfossi, 3-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Atli kampakátur eftir að hafa loks landað sigri

„Þetta er heldur betur léttir, þetta var rosalega erfið fæðing, við áttum að vera löngu búnir að gera tvö, þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir ganga ekki eins og lagt er upp með byrjar taugaveiklunin. Við vorum sterkari og sérstaklega eftir að við skorum markið,“ sagði kampakátur þjálfari Vals, Atli Eðvaldsson. Hann segir miðjumanninn reynda, Sigurbjörn Hreiðarsson vera herra Val.

Íslenski boltinn