Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti Val

KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði öll fimm mörk KR-inga í 5-2 sigri KR á Val á Vodafone-vellinum í dag í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Björgólfur, sem var þremur mörkum á eftir FH-ingum Atla Viðari Björnssyni fyrir leikinn, tryggði sér með því markakóngstitilinn í Pepsi-deild karla í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 19 deildarleikjum í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafnt í Garðabæ

Stjarnan og Fjölnir skildu jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag. Lítið var um marktækifæri í leiknum og erfiðar aðstæður gerðu báðum aðilum lífið leitt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pape tryggði Fylkismönnum bikarinn í 2. flokki karla

Fylkir varð í dag bikarmeistari í 2. flokki karla eftir 3-4 sigur á FH í bikarúrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Það var Papa Mamadou Faye sem tryggði Árbæjarliðinu bikarinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta kom fram á fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Már á leiðinni til Íslandsmeistara FH

Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni til Íslandsmeistara FH samkvæmt frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar Már á eitt ár eftir af samningi sínum við Grafarvogsliðið sem er fallið í 1. deild. Hann sjálfur vildi hvorki játa né neita þessum fréttum í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saman á nýrri umboðsskrifstofu fyrir íþróttafólk

Í dag hóf störf fyrsta íslenska umboðskrifsstofan fyrir íþróttafólk, Sportic. Markmið stofunnar er að innleiða nýja hugsun og breytt vinnubrögð í umboðsmennsku íþróttafólks hérlendis. Í upphafi verður lögð mest áhersla á knattspyrnu en í framhaldinu verða tækifæri í öðrum íþróttagreinum skoðuð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar gerðu jafntefli við Sviss

Íslenska 19 ára landsliðs kvenna gerði 1-1 jafntefli við Sviss í dag í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal. Sviss komst yfir strax á þriðju mínútu en KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland fær tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011. Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur í frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi: Verð áfram með KR

„Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til.

Íslenski boltinn