Björgólfur fær gullskóinn Björgólfur Takefusa varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla eftir að hann skoraði öll fimm mörk KR í 5-2 sigri á Val í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 17:40
Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti Val KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði öll fimm mörk KR-inga í 5-2 sigri KR á Val á Vodafone-vellinum í dag í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Björgólfur, sem var þremur mörkum á eftir FH-ingum Atla Viðari Björnssyni fyrir leikinn, tryggði sér með því markakóngstitilinn í Pepsi-deild karla í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 19 deildarleikjum í sumar. Íslenski boltinn 26. september 2009 15:00
Umfjöllun: Jafntefli í veðurofsa Fylkir og FH skildu í dag jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í einkennilegum leik í Árbænum í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 15:00
Umfjöllun: Jafnt í Garðabæ Stjarnan og Fjölnir skildu jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag. Lítið var um marktækifæri í leiknum og erfiðar aðstæður gerðu báðum aðilum lífið leitt. Íslenski boltinn 26. september 2009 15:00
Umfjöllun: Þróttur kvaddi með sigri í arfadöprum leik Þróttur vann Fram í lokaumferð Pepsi deildarinnar í dag. Sam Malson skoraði eina mark leiksins á Laugardalsvelli en hann var tíðindalítill. Íslenski boltinn 26. september 2009 15:00
Umfjöllun: Keflavík rúllaði yfir ÍBV Keflavík flengdi Eyjamenn, 6-1, í miklum rokleik í Keflavík þar sem veðrið setti sterkan svip á leikinn. Íslenski boltinn 26. september 2009 15:00
Umfjöllun: Öruggur sigur hjá Blikum í hávaðaroki Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Grindavík við erfiðar aðstæður í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í dag en staðan í hálfleik var 2-0. Íslenski boltinn 26. september 2009 13:39
Feðgar skrifuðu undir samning við Grindavíkurliðið Feðgarnir Milan Stefán Jankovic og Marko Valdimar Stefánsson skrifuðu í dag undir þriggja ára samning við Grindavík, eða út árið 2012. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Íslenski boltinn 25. september 2009 16:15
Gunnar Már: Viðræður í gangi Gunnar Már Guðmundsson segir að hann hafi átt í viðræðum við FH-inga um að ganga til liðs við félagið eftir að tímabilinu lýkur. Íslenski boltinn 25. september 2009 10:56
Pape tryggði Fylkismönnum bikarinn í 2. flokki karla Fylkir varð í dag bikarmeistari í 2. flokki karla eftir 3-4 sigur á FH í bikarúrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Það var Papa Mamadou Faye sem tryggði Árbæjarliðinu bikarinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta kom fram á fótbolti.net. Íslenski boltinn 24. september 2009 20:15
Gunnar Már á leiðinni til Íslandsmeistara FH Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni til Íslandsmeistara FH samkvæmt frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar Már á eitt ár eftir af samningi sínum við Grafarvogsliðið sem er fallið í 1. deild. Hann sjálfur vildi hvorki játa né neita þessum fréttum í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. Íslenski boltinn 24. september 2009 19:00
Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag. Íslenski boltinn 24. september 2009 17:15
Lokahóf KSÍ í Háskólabíó á mánudegi Mánudaginn 5. október næstkomandi verður lokahóf KSÍ haldið í Háskólabíó þar sem leikmenn verða heiðraðir fyrir frammistöðuna í sumar. Íslenski boltinn 24. september 2009 13:32
Ásgeir Aron í þriggja leikja bann Ásgeir Aron Ásgeirsson, leikmaður Fjölnis, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Íslenski boltinn 23. september 2009 09:15
Hólmfríður valin í bandarísku atvinnumannadeildina Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjþóð og íslenska landsliðsins var í kvöld valin af Philadelphia Independence í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net. Íslenski boltinn 22. september 2009 20:45
Rúnar hættur hjá HK Rúnar Páll Sigmundsson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK þar sem hann mun ætla að flytja til Noregs. Íslenski boltinn 22. september 2009 12:10
Mawejje áfram hjá ÍBV ÍBV hefur komist að samkomulagi við URA í Úganda um kaupverð á Tony Mawejje sem hefur verið í láni hjá Eyjamönnum nú í sumar. Íslenski boltinn 22. september 2009 10:15
Saman á nýrri umboðsskrifstofu fyrir íþróttafólk Í dag hóf störf fyrsta íslenska umboðskrifsstofan fyrir íþróttafólk, Sportic. Markmið stofunnar er að innleiða nýja hugsun og breytt vinnubrögð í umboðsmennsku íþróttafólks hérlendis. Í upphafi verður lögð mest áhersla á knattspyrnu en í framhaldinu verða tækifæri í öðrum íþróttagreinum skoðuð. Íslenski boltinn 22. september 2009 10:13
Stelpurnar gerðu jafntefli við Sviss Íslenska 19 ára landsliðs kvenna gerði 1-1 jafntefli við Sviss í dag í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal. Sviss komst yfir strax á þriðju mínútu en KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fimm mínútum síðar. Íslenski boltinn 21. september 2009 17:06
Ísland fær tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011. Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur í frétt á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 21. september 2009 16:45
Viðar Örn með slitið krossband Viðar Örn Kjartansson er með slitið krossband í hné og verður af þeim sökum frá eitthvað fram á næsta sumar ef af líkum lætur. Íslenski boltinn 21. september 2009 12:13
Myndasyrpa af fögnuði FH-inga FH varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu í fimmta sinn í sögu félagsins. Daníel Rúnarsson ljósmyndari var á Kaplakrika og fangaði stemninguna eftir leik. Íslenski boltinn 20. september 2009 23:16
Davíð Þór í Pepsi-mörkunum - Myndband Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var gestur í Pepsi-mörkunum í kvöld þar sem 21. umferð deildarinnar var gerð upp í máli og myndum. Íslenski boltinn 20. september 2009 22:56
Tommy Nielsen: Til í eitt ár í viðbót Tommy Nielsen segist vel til í að spila í eitt ár til viðbótar með FH-ingum en hann er 37 ára gamall. Íslenski boltinn 20. september 2009 22:45
Ólafur Páll: Frábær skipti fyrir mig Ólafur Páll Snorrason gekk í raðir FH um mitt sumar frá Val og mætti í dag sínum gömlu félögum. Með 2-0 sigri FH í dag tryggði FH sér Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 20. september 2009 22:33
Pétur: Hef verið áhorfandi hingað til Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, var ánægður með að hafa fengið loksins að taka þátt í Íslandsmótinu með sínu liði eftir að hafa fylgst með frá hliðarlínunni undanfarin ár. Íslenski boltinn 20. september 2009 22:17
Tryggvi: Hefur verið sérstakt tímabil Tryggvi Guðmundsson var vitanlega alsæll með Íslandsmeistaratitil FH eftir 2-0 sigur á Val í dag. Íslenski boltinn 20. september 2009 21:47
Þorsteinn: Við vorum flottir í síðari hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Þróttar, var tiltölulega sáttur með spilamennsku Þróttara í 2-2 jafnteflinu gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á Valbjarnarvelli í kvöld. Íslenski boltinn 20. september 2009 20:30
Kristján: Enn eitt jafnteflið þegar við áttum að vinna Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var heldur svekktur í leikslok eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Pepsi-deildinni á Valbjarnarvelli. Íslenski boltinn 20. september 2009 20:15
Logi: Verð áfram með KR „Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til. Íslenski boltinn 20. september 2009 19:43