Björgólfur áfram hjá KR Björgólfur Takefusa hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR en hann var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 30. september 2009 17:51
Valskonur töpuðu stórt á Ítalíu í Meistaradeildinni Kvennalið Vals tapaði 1-4 á móti ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í Meistaradeild UEFA kvenna en hann fór fram í Sassari á Ítalíu í dag. Hallbera Gísladóttir náði að minnka muninn í 3-1 á 68. mínútu en þær ítölsku bættu við marki í lokin. Íslenski boltinn 30. september 2009 14:56
Guðmundur næsti þjálfari Selfoss Knattspyrnudeild Selfoss hefur boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum Vísis verður það Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR. Íslenski boltinn 30. september 2009 13:12
Landsliðið sem mætir Suður-Afríku Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Suður-Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 13. október næstkomandi. Íslenski boltinn 30. september 2009 12:28
Tómas Ingi tekinn við HK - semur til þriggja ára „Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig. Íslenski boltinn 29. september 2009 18:00
Willum Þór: Er úthvíldur og gæti sett á æfingartörn út alla vikuna „Þetta gerðist mjög hratt í gær og ég er bara mjög spenntur að takast á við þetta verkefni. Það er svo margt sem styður það að þetta sé spennandi því þetta lið er búið að vera mjög sterkt síðustu ár og Kristján Guðmundsson getur gengið stoltur frá sínu verki,“ segir Willum Þór Þórsson sem verður formlega kynntur sem nýr þjálfari Keflavíkur á morgun. Íslenski boltinn 29. september 2009 15:45
Áhorfendum fækkaði annað árið í röð Áhorfendum á leiki í Pepsi-deild karla fækkaði á nýliðnu keppnistímabili en alls mættu 135.783 áhorfendur á leikina eða 1.029 áhorfendur að meðaltali á leik. 1.106 manns komu að meðaltali á völlinn 2008 og metárið 2007 mættu 1329 manns að meðaltali á leikina. Íslenski boltinn 29. september 2009 15:00
Dóra María valin best í lokaþriðjungnum Valskonan Dóra María Lárusdóttir var í dag valin besti leikmaður 13. til 18. umferð Pepsi-deildar kvenna en hún er líka ein fimm Valskonum sem voru valdar í úrvalslið þessara umferða. Freyr Alexanderson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfarinn og Magnús Jón Björgvinsson var valinn besti dómarinn. Íslenski boltinn 29. september 2009 14:30
Uppgjör Pepsídeildarinnar: Ummæli sumarsins (myndband) Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, spekingar Stöðvar 2 Sport í Pepsídeild karla í fótbolta, fóru yfir sumarið í lokaþætti Pepsímarkanna í gær. Hér má sjá myndband af ummælum sumarins að þeirra mati. Íslenski boltinn 29. september 2009 13:00
Guðrún Sóley líka á leiðinni í bandarísku deildina Bandaríska liðið Chicago Red Stars hefur mikinn áhuga á að fá landsliðskonuna Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur til liðs við sig fyrir næsta tímabil en þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Chicago hafi öðlast valrétt á Guðrúnu og hafði þar betur í samkeppni við bandarísku meistarana Jersey Sky Blue, sem höfðu líka áhuga á henni. Íslenski boltinn 29. september 2009 12:00
Frábær samvinna Blika skilaði fallegasta marki ársins Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu í gær fallegustu mörk Íslandsmótsins í uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Mark ársins á Blikinn Olgeir Sigurgeirsson en hann skoraði það á KR-vellinum í níundu umferðinni. Íslenski boltinn 29. september 2009 11:30
Þessir voru bestir að mati þjálfara Pepsi-deildarinnar Þjálfarar liðanna í Pepsi-deild karla voru fengnir til að útnefna besta leikmann tímabilsins í glæsilegum uppgjörsþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Flestir völdu FH-ingana Atli Guðnason (7 atkvæði) og Atli Viðar Björnsson (6 atkvæði) en alls fengu sex leikmenn atkvæði frá þjálfurunum ellefu en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var ekki með. Íslenski boltinn 29. september 2009 10:30
Uppgjör Pepsídeildarinnar: Fyndin atvik (myndband) Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, spekingar Stöðvar 2 Sport í Pepsídeild karla í fótbolta, fóru yfir sumarið í lokaþætti Pepsímarkanna í gær. Hér má sjá myndband af fyndnustu atvikum sumarins að þeirra mati. Íslenski boltinn 29. september 2009 10:17
Sérfræðingarnir völdu Atla Guðnason bestan í sumar Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu Atla Guðnason, leikmann Íslandsmeistara FH, besta leikmann tímabilsins uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var valinn besti þjálfarinn og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki var valinn besti ungi leikmaðurinn. Íslenski boltinn 29. september 2009 09:00
Kristján hættur hjá Keflavík - Willum Þór tekinn við Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur en hann hefur stýrt liðinu í fimm ár. Willum Þór Þórsson var í kvöld ráðinn sem nýr þjálfari liðsins en hann skrifar undir tveggja ára samning. Íslenski boltinn 28. september 2009 20:23
Tólf fallegustu mörk sumarsins - Myndband Þeir Magnús Gylfason og Tómas Ingi Tómasson hafa valið tólf fallegustu mörk tímabilsins í Pepsi-deild karla en þeir eru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports um deildina. Íslenski boltinn 28. september 2009 20:01
Gunnar Már semur við FH - ekkert ráðið með Gunnleif Gunnar Már Guðmundsson hefur náð samningum við Íslandsmeistara FH en hinn 26 ára gamli miðjumaður, sem oft hefur verið kallaður „Herra Fjölnir“, hefur leikið allan sinn feril með Grafarvogsfélaginu. Íslenski boltinn 28. september 2009 19:02
Óli Stefán ætlar að þjálfa Sindra næsta sumar Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að hætta spila með Grindavík í Pepsi-deild karla og tekur í staðinn við D-deildarliði Sindra frá Höfn í Hornafirði. Þetta kemur fyrst fram á fótbolti.net. Hann ætlar einnig að spila með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 28. september 2009 15:30
Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga. Íslenski boltinn 28. september 2009 15:00
Kristín Ýr markadrottning Eftir leiki dagsins í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna er ljóst að það er Kristín Ýr Bjarnadóttir, leikmaður Vals, sem hlýtur gullskóinn í deildinni. Íslenski boltinn 27. september 2009 15:53
Breiðablik tryggði sér Evrópusætið Síðustu fjórir leikirnir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag. Breiðablik náði að halda sér í öðru sæti deildarinnar með öruggum 6-0 sigri á GRV á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 27. september 2009 15:39
Páll Einarsson tekur við Þrótti Páll Einarsson hefur verið ráðinn næsti þjálfari Þróttar en liðið féll úr Pepsi-deild karla nú í haust. Íslenski boltinn 26. september 2009 23:07
Þetta gerðist í lokaumferð Pepsi-deildar karla Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fór fram í dag og var nóg um að vera þó svo að það hafi verið lítil spenna um sæti í deildinni. Íslenski boltinn 26. september 2009 21:56
Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 19:39
Bjarni Jó: Flott fyrri umferð bjargaði okkur „Mér fannst bæði lið vera að reyna spila boltanum þegar þau spiluðu á móti vindi, við reyndum að halda boltanum niðri, en svona heilt yfir þá vorum við sterkari aðilinn í dag og hefðum átt að vinna þennan leik,” Íslenski boltinn 26. september 2009 19:36
Jónas Grani hættur „Ég held að það sé ljóst að þetta var síðasti leikur minn á ferlinum,“ sagði framherji Fjölnis, Jónas Grani Garðarsson. Íslenski boltinn 26. september 2009 19:30
Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 26. september 2009 19:24
Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 19:08
Gunnar Már: Þetta var kveðjuleikurinn minn „Leikurinn var litaður af veðrinu það verður að segjast eins og er, fáránlegt við erum með vindinn með okkur allan fyrri hálfleik og eigum ekki skot á markið,“ sagði Gunnar Már sem spilaði sinn síðast leik í treyju Fjölnis í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 18:59
Helgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinum Helgi Sigurðsson og aðrir Valsmenn náðu ekki að vinna sigur í síðustu sjö heimaleikjum sínum á tímabilinu og hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2-5 tap á Vodafone-vellinum á móti KR í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Íslenski boltinn 26. september 2009 18:47