Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Karaktersigur Eyjamanna gegn Fylki

ÍBV sigraði Fylki, 2-1, í Árbænum í kvöld og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn. Þrátt fyrir að leika manni færri megnið af leiknum voru það Eyjamenn sem réðu ferðinni og máttlítil mótspyrna Fylkismanna gerði það að verkum að ekki mátti á milli sjá hvort liðið væri með 10 menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram

Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir

Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hætta í stjórn vegna trúnaðarbrests

Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Vals hafa, ásamt formönnum meistaraflokksráðs og heimaleikjaráðs, látið af stjórnarstörfum fyrir Val. Deilur innan stjórnar og trúnaðarbrestur er ástæða þess að fjórmenningarnir segja af sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári á æfingu hjá KR

Eiður Smári Guðjohnsen æfði með KR í kvöld en það kom fram á vef félagsins. Eiður er nú að leita sér að nýju félagi en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við AS Monaco.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Almarr: Það var komin tími á sigur

„Ég er mjög ánægður með mína fyrstu þrennu í meistaraflokki,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Framara, hæstánægður í kvöld eftir að Framarar báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum, 3-1, í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Halldór Orri: Ég nýtti mér aðstæðurnar

„Þetta er fínt stig, við tökum það þótt maður vilji auðvitað alltaf sigra, maður tekur þetta hinsvegar á erfiðum útivelli" sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli í Keflavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður: Þungt að kyngja þessu

„Þetta er þungt, við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann og þeir voru ekkert að skapa sér nein færi. Þeir bjarga nokkrum sinnum á línu og því er þungt að kyngja þessu," sagði Hörður Sveinsson markaskorari Keflvíkinga eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn