Aron Bjarki: Þetta var klobbi. Það er alveg óþolandi Aron Bjarki Jósepsson, miðvörður KR, átti stórleik gegn ÍBV og var skiljanlega svekktur að missa unninn leik niður í jafntefli. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 22:28
Þórarinn Ingi: Það verður að vera barátta í þessu Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, var skiljanlega ánægður með jöfnunarmark Eyjamanna í viðbótartíma. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 22:15
Tryggvi Guðmunds: Ég er með svaka fót maður Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, var ekkert sérstaklega sáttur þrátt fyrir að Eyjamenn hefðu jafnað leikinn á elleftu stundu. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 20:53
Guðjón Baldvins: Ógeðslega svekkjandi Guðjón Baldvinsson þefaði uppi tvo bolta og setti þá í netið gegn Eyjamönnum í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 20:38
HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 20:35
Valskonur unnu í Kópavogi - forskot Stjörnunnar niður í fjögur stig Nýkrýndir bikarmeistarar Vals minnkuðu forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stjarnan getur aftur aukið forskotið á morgun þegar liðið heimsækir ÍBV út í Eyjar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 20:25
Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 15:45
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 14:36
Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 13:27
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 13:19
Umfjöllun: Eyjamenn jöfnuðu í uppbótartíma í toppslagnum KR og ÍBV skildu jöfn 2-2 í toppslag Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. Allt stefndi í 2-1 sigur heimamanna en varamaðurinn Aaron Spear jafnaði metin í uppbótartíma. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 11:12
Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 08:00
Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir. Íslenski boltinn 25. ágúst 2011 07:00
Formaður Þórs ósáttur við framkomu leikmanna aðkomuliða Formaður Þórs, Sigfús Ólafur Helgason, hefur fengið sig fullsaddan af framkomu leikmanna aðkomuliða á Þórsvelli í sumar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 19:14
Arnar Sveinn: Refsing aganefndar salómonsdómur Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 16:04
Denis Sytnik líklega ekki meira með í sumar Sóknarmaðurinn Denis Sytnik mun líklega ekki spila meira með ÍBV í sumar vegna hnémeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft með Eyjamönnum síðustu þrjár vikurnar. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 16:00
Eyjólfur velur 23 leikmenn fyrir leikina gegn Belgum og Norðmönnum Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi í undankeppni EM 2013. Leikirnir fara fram 1. september á Vodafone-vellinum og 6. september á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 15:43
Ásgeir Örn kemur aftur til KR - fer svo til Ull Kisa Ásgeir Örn Ólafsson er væntanlegur aftur til landsins í dag og verður til taks fyrir KR í næstu tveimur leikjum liðsins. Að þeim loknum snýr hann svo aftur til Noregs. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 15:24
Grétar Sigfinnur áfram hjá KR til 2014 Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur framlengt samning sinn við KR til loka tímabilsins 2014. Hann er uppalinn leikmaður hjá félaginu. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 11:30
Ísland aldrei neðar - í 124. sæti Ísland féll niður um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA eftir 4-0 tapið fyrir Ungverjum fyrr í þessum mánuði. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 09:14
Steven Lennon: Við getum bjargað okkur Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 08:00
Óvíst hvort Gylfi Einarsson getur spilað meira með Fylki á tímabilinu Gylfi Einarsson hefur lítið spilað með Fylki að undanförnu en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Fylkismenn hafa verið í frjálsu falli í Pepsi-deildinni en þeir hafa verið duglegir að missa menn í leikbönn og meiðsli. Þar að auki fór Andrés Már Jóhannesson utan í atvinnumennsku. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 07:00
Meiðslalistinn lengist hjá KR Þónokkuð er um meiðsli í herbúðum KR en í fyrrakvöld urðu þrír leikmenn að fara meiddir af velli þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Íslenski boltinn 24. ágúst 2011 06:00
Fjölnir í 3. sætið eftir sigur á KA Fjölnir vann öruggan 3-0 sigur á KA í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Grafarvogi í kvöld. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 22:08
Arnar Sveinn í tveggja leikja bann Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 18:34
Gaupahornið: Geir Ólafs og boltinn Gaupahornið var á sínum stað í Pepsi-mörkunum í gær en í þetta sinn hitti Guðjón Guðmundsson á Geir Ólafsson, tónlistarmann og Valsara með meiru. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 17:30
Páll Viðar: Skildum ekki eftir munaðarleysingja Páll Viðar Gíslason svarar gagnrýni þáttastjórnanda Pepsi-markanna vegna umræðu um ferð hans og Atla Sigurjónssonar til Hollands. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 16:45
Átti Árni markið þrátt fyrir allt? Mikill ruglingur hefur verið um hver hafi skorað fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri liðsins á Fylki í gær. Líklegast var það rétt sem kom fram í upphafi - að Árni Vilhjálmsson hafi skorað markið. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 14:40
Leikmaður Vals sagður hafa veist að vallarþuli Fram Steingrímur Sævarr Ólafsson, sem var vallarþulur á leik Fram og Vals í gær, staðhæfir að leikmaður Vals hafi veist að sér eftir leikinn í gær. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 13:46
Pepsi-mörkin: Skrópaði Páll Viðar? Páll Viðar Gíslason var ekki staddur á leik sinna manna í Þór er liðið tapaði fyrir FH í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Var það þrijði tapleikur Þórs í röð í deildinni. Íslenski boltinn 23. ágúst 2011 13:37