Guðjón: Þeir vita hvað þeir eru að fá Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu, er mættur í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hann skrifaði í fyrrakvöld undir þriggja ára samning við Grindavík. Guðjón snýr því aftur í efstu deild eftir tæplega fjögurra ára fjarveru en hann þjálfaði síðast Skagamenn fram á mitt sumar 2008. Íslenski boltinn 8. nóvember 2011 08:00
Magnús Þórir genginn í raðir Fylkis Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson er orðinn leikmaður Fylkis en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Íslenski boltinn 7. nóvember 2011 22:28
Björk til liðs við Breiðablik Björk Gunnarsdóttir skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val. Íslenski boltinn 7. nóvember 2011 21:51
Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti í kvöld að það væri búið að ganga frá samningi við Guðjón Þórðarson um að þjálfa meistaraflokk félagsins. Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík. Íslenski boltinn 7. nóvember 2011 00:06
Ómar framlengdi til ársins 2013 Keflvíkingar fengu fínar fréttir í dag er það var staðfest að markvörðurinn Ómar Jóhannsson hefði skrifað undir nýjan samning við félagið. Íslenski boltinn 5. nóvember 2011 21:00
Halldór og Ögmundur framlengdu við Fram Fram tilkynnti í dag að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson og miðjumaðurinn Halldór Hermann Jónsson hefðu báðir skrifað undir nýjan samning við félagið. Íslenski boltinn 5. nóvember 2011 17:48
Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Íslenski boltinn 5. nóvember 2011 08:00
Fjórir nýliðar í 21 árs landsliðinu sem fer til Englands Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag. Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður. Íslenski boltinn 4. nóvember 2011 22:39
Þorsteinn: Tekinn af lífi fyrir að vera á móti Guðjóni Þorsteinn Gunnarsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, er afar ósáttur við þær fullyrðingar núverandi formanns, Jónasar Þórhallssonar, að knattspyrnudeildin hafi tapað 21 milljón króna á rekstrarárinu. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 16:28
Tryggvi samdi við Stjörnuna til tveggja ára Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur samið við Stjörnuna til næstu tveggja ára og mun því spila með liðinu áfram í Pepsi-deild karla. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 15:03
Ingimundur Níels kemur aftur heim til Fylkis Ingimundur Níels Óskarsson á ekki von á öðru en að hann snúi aftur heim í Fylki eftir nokkurra mánaða dvöl hjá norska B-deildarliðinu Sandnes Ulf. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 11:45
Stærsta tap í sögu Grindavíkur Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur slegið viðræðum við Guðjón Þórðarson á frest í ljósi þess að deildin var rekin með 21 milljónar króna tapi á síðasta ári. "Skafl sem þarf að moka,“ segir formaðurinn. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 09:45
Kjartan Henry: Sá að ég hef roð við þessum gæjum Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 08:00
Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu. Íslenski boltinn 3. nóvember 2011 07:30
Rúnar orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lilleström Staðarblöðin í Lilleström greina frá því í dag að Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, sé einn fimm þjálfara sem komi til greina sem næsti þjálfari Lilleström. Íslenski boltinn 2. nóvember 2011 12:08
Stjörnustrákarnir ætla ekki að taka fögnin niður af hillunni Í viðtali sem Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 tók við Jóhann Laxdal segir leikmaður Stjörnunnar m.a. að allar líkur séu á því að heimsþekkt "Stjörnufögn“verði ekki tekin niður af hillunni þar sem þau voru geymd síðastliðið sumar. Íslenski boltinn 1. nóvember 2011 16:15
Stjörnustrákarnir kenna Bretum að fagna mörkum - myndband Þó svo Stjörnumenn hafi látið af hinum frægu fagnaðarlátum sínum fyrir rúmu ári síðan eru Stjörnustrákarnir enn að vekja heimsathygli. Íslenski boltinn 1. nóvember 2011 10:31
Fæ fleiri færi með FH-liðinu Albert Brynjar Ingason ákvað í gærkvöldi að yfirgefa Fylki og gera tveggja ára samning við FH. Íslenski boltinn 1. nóvember 2011 07:00
Fyrirliði Fylkis farin í Val Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik. Íslenski boltinn 31. október 2011 22:18
Albert í FH: Búinn að liggja í símanum síðustu daga Albert Brynjar Ingason er nýjasti FH-ingurinn eftir að hann ákvað í kvöld að yfirgefa Fylki og gera tveggja ára samning við FH. Íslenski boltinn 31. október 2011 19:54
Albert Brynjar Ingason í FH - fetar í fótspor pabba og afa Albert Brynjar Ingason hefur ákveðið að yfirgefa Fylki og gera tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu FH-inga í kvöld. Albert var einnig í viðræðum við Fylki og Val. Íslenski boltinn 31. október 2011 19:19
Hilmar Rafn samdi við Val Haukamaðurinn Hilmar Rafn Emilsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Vals. Íslenski boltinn 31. október 2011 15:02
Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann. Íslenski boltinn 31. október 2011 06:00
Albert í viðræðum við Fylki, FH og Val Albert Brynjar Ingason er enn að gera upp hug sinn um hvar hann vilji spila á næsta ári en hann á nú í viðræðum við Fylki, FH og Val. Íslenski boltinn 30. október 2011 21:41
Lagerbäck og Heiðar hittust í dag Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hitti Heiðar Helguson eftir leik Tottenham og QPR í dag en mynd af þeim birtist á Twitter í dag. Íslenski boltinn 30. október 2011 21:01
Guðjón Árni á leið í FH Guðjón Árni Antoníusson er á förum frá Keflavík og mun líklega spila með FH-ingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Íslenski boltinn 29. október 2011 19:47
Kjartan Ágúst samdi við Fylki á ný Kjartan Ágúst Breiðdal, leikmaður Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á Fylkir.com. Íslenski boltinn 29. október 2011 19:42
Gott lið orðið enn betra Stelpurnar okkar eru fyrir nokkru komnar í hóp bestu knattspyrnulandsliða heims og eru nú á góðri leið inn á sitt annað Evrópumót í röð. Það er samt óhætt að segja að liðið hafi stigið stórt skref upp metorðalistann í ár, sem var réttilega kallað af landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni besta ár kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 29. október 2011 09:30
Albert ákveður sig um helgina Albert Brynjar Ingason, einn eftirsóttasti knattspyrnumaðurinn á markaðnum í dag, ætlar líklega að ákveða framhaldið nú um helgina. Albert hefur verið á mála hjá Fylki en samningur hans rann út fyrr í mánuðinum og hefur hann verið að ræða við önnur félög. Íslenski boltinn 29. október 2011 08:00
Jóhannes Karl spilar með ÍA næsta sumar Jóhannes Karl Guðjónsson er á leiðinni aftur í sitt gamla félag, ÍA, og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þetta tilkynnti Jói Kalli á Facebook-síðunni sinni í kvöld auk þess sem að þetta var opinberað á karlakvöldi ÍA. Íslenski boltinn 28. október 2011 23:43