Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðjón: Þeir vita hvað þeir eru að fá

Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu, er mættur í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hann skrifaði í fyrrakvöld undir þriggja ára samning við Grindavík. Guðjón snýr því aftur í efstu deild eftir tæplega fjögurra ára fjarveru en hann þjálfaði síðast Skagamenn fram á mitt sumar 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi samdi við Stjörnuna til tveggja ára

Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur samið við Stjörnuna til næstu tveggja ára og mun því spila með liðinu áfram í Pepsi-deild karla. Þetta staðfesti Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stærsta tap í sögu Grindavíkur

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur slegið viðræðum við Guðjón Þórðarson á frest í ljósi þess að deildin var rekin með 21 milljónar króna tapi á síðasta ári. "Skafl sem þarf að moka,“ segir formaðurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kjartan Henry: Sá að ég hef roð við þessum gæjum

Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild

Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrirliði Fylkis farin í Val

Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli

Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gott lið orðið enn betra

Stelpurnar okkar eru fyrir nokkru komnar í hóp bestu knattspyrnulandsliða heims og eru nú á góðri leið inn á sitt annað Evrópumót í röð. Það er samt óhætt að segja að liðið hafi stigið stórt skref upp metorðalistann í ár, sem var réttilega kallað af landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni besta ár kvennalandsliðsins frá upphafi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert ákveður sig um helgina

Albert Brynjar Ingason, einn eftirsóttasti knattspyrnumaðurinn á markaðnum í dag, ætlar líklega að ákveða framhaldið nú um helgina. Albert hefur verið á mála hjá Fylki en samningur hans rann út fyrr í mánuðinum og hefur hann verið að ræða við önnur félög.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhannes Karl spilar með ÍA næsta sumar

Jóhannes Karl Guðjónsson er á leiðinni aftur í sitt gamla félag, ÍA, og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þetta tilkynnti Jói Kalli á Facebook-síðunni sinni í kvöld auk þess sem að þetta var opinberað á karlakvöldi ÍA.

Íslenski boltinn